Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 131
126 I5. Br.: Ungir í drotni. Prestafélagsritið.
í>að er sagt um tónsniliing einn þýzkan, að hann hafi
hvert sem hann fór, til að láta menn heyra list sína, ílutt
með sér hljómlaust hljóðfæri, þ. e. einskonar áhald, sem
hann gat æft á fingurna, þótt það gæfi ekki tóna frá sér.
Þannig gat hann iðkað list sína í kyrþey, hvar sem hann
var. Hann sjálfur komst svo að orði um þetta: »Líði einn
dagur án þessarar hljóðu iðkunar, finn ég sjálfur mun á mér.
Líði tveir dagar, verða vinir mínir þess varir. En líði þrír
dagar án þessarar hljóðu iðkunar minnar, þá verða áheyr-
endurnir í sönghöllinni varir við það. — Einmitt þannig er
þessu og varið um bœnarlifið hjá mér og hjá þér. Svo
miklu veldur hin kyrláta og hljóða iðkun, sem enginn
maður sér, iðkun lífs þíns í guði. Líði einn dagur án
hennar, kemur það í ljós við þá, sem oss standa næst.
Líði þrír dagar án skrifta fyrir drotni, verður það opin-
bert út í frá.
Höfum þvi gát á sjálfum oss, að vér ekki visnum,
heldur vöxum.
Fegurstu eftirmælin, sem ég hefi heyrt, eru ummæli
Schellings um eldkveikjumanninn Steffens. Pau eru fimm
orð og hljóða þannig: »Hann þó í æsku sinni«.
Ef hjarta vort er höndlað af Kristi, ef vér keppum að
marki hans sem trúir þjónar, þá fáum vér aldrei glatað
hinu bezta við vaxandi æskuna! Dauðinn kemur þá að
oss ungum í drotni og flytur oss inn í eilífa æsku, þar
sem oss er ætlað að vaxa og starfa áfram. t*ar verður
fullkomleikinn fólginn í að keppa áfram eins og æsku-
maðurinn, hærra og hærra, — til fyllingar Krists Jesú.
Amen.