Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 133
128
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
i vestur frá Islandi, autt og óbygt með fjölda skerja við
strönd, en háum fjöllum á landi, er gengu fast fram
að sjó. Hann gaf landi þessu nafnið Gunnbjarnarsker.
Þessi iandafundur bar þó engan árangur annan en að
margar og ævintýralegar þjóðsögur mynduðust á íslandi
um þetta óþekta land, sem Gunnbjörn hafði rekist á, en
horfið frá aftur austur til átthaga sinna.
En tæpum 100 árum síðar fór Eiríkur rauði af íslandi
vestur um haf og fann aftur landið, sem Gunnbjörn hafði
rekist á, og lét fyrirberast þar um þriggja ára skeið. Svo
vel leizt honum á landið, að hann nefndi það Grœnland.
Ætla sumir, að hann gerði það til þess að tæla einhverja
landa sína af íslandi vestur þangað, en eins vel má
vera, að honum hafi litist svo vel á landið, þar sem hann
kom að því, að nafngjöfin hafi verið í fylstu alvöru. Því
að Eirikur hafði lent skipum sínum á frjósamasta hluta
landsins, syðst á vesturströndinni, þar sem seinna nefndist
Austurbygð. En þar heitir nú Julianehaab, sem Austurbygð
var til forna. Eiríkur rauði dvaldist að þessu sinni sem
fyr segir 3 vetur á Grænlandi og hélt síðan til íslands
aftur. Lét hann þar svo vel af landinu, að nokkuru síðar
(sumarið 985) réðust 25 skip frá Breiðafirði og Borgar-
firði til farar vestur um haf með fjölda vaskra manna,
er höfðu ráðið með sér að setjast að og Ieita gæfu sinnar
i hinu afturfunda landi. Af skipum þessum komust 14
alla leið, en 11 ýmist týndust í hafi eða hurfu til íslands
aftur. Voru nú um hríð alltíðar samgöngur milli Græn-
lands og íslands, en ekki er þess getið, að mikil brögð
yrðu að útflutningi héðan af landi síðar, til þess að
setjast að þar vestra. Þeir íslendingar sem fluzt höfðu
vestur settust að í Austurbygð svo nefndri, en út- og
ævintýraþráin dró suma lengra norður með ströndinni,
þar sem svo myndaðist ný bygð, er Vesturbygð nefndist.
Sjálfur reisti Eirikur bú i svokölluðum Eiríksfirði og
nefndi setur sitt þar Brattahlíð. Enn aðrir héldu lengra
vestur á bóginn. Meðal þeirra var Leifur, sonur Eiríks