Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 135
130
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
kirkjan hefir verið tvisvar sinnum lengri og þrisvar sinnum
breiðari og grunnflötur hennar krossmyndaður.
I byrjun 12. aldar var settur sérstakur biskupsstóll á
Grænlandi. Um tildrögin að því vitum vér ekkert. Eiríkur
Gnúpsson, kallaður Upsi, varð fyrstur biskup þar og á að
hafa komið þangað 1112, en 7 árum siðar farið til Vín-
lands til þess að kynnast andlegum högum landa sinna
þar, en úr þeirri ferð virðist hann ekki hafa komið
heim aftur. Nokkurum árum siðar var Einar Sokkason í
Brattahlíð sendur til Noregs á fund Sigurðar konungs
Jórsalafara í þeim erindum að útvega Grænlendingum nýjan
biskup. Varð konungur vel við þeim tilmælum og lét
Össur erkibiskup í Lundi vigja þangað 1124 biskup
norskan klerk, Arnald að nafni. Fóru þeir Einar síðan
út til íslands og dvöldust þar hinn næsta vetur hjá
Sæmundi Sigfússyni fróða og fóru á næsta sumri til Græn-
lands. Arnaldur biskup gerði Garða að biskupssetri og voru
þeir það síðan þangað til hinar kristnu bygðir hurfu úr
sögunni á 15. öld. Arnaldur var biskup í Görðum 25 ár,
fluttist þá til Noregs og varð biskup á Hamri. Tvö
klaustur eiga að hafa verið sett á Grænlandi á 12. öld,
en af þeim fara engar sögur það kunnugt sé fremur en
af kirkjulífi Grænlendinga yfirleitt. Þó þekkjum vér nöfn
hinna grænlenzku biskupa fram á seinni hluta 15. aldar.
En frá því um miðbik 14. aldar hætta biskuparnir að
sitja i landinu sjálfu. Sá ósómi hefst með Jóni Eiríkssyni
skalla. Hann hafði vígst þangað árið 1343, er ósönn
fregn um lát Árna Garðabiskups hafði borist til Noregs.
En þegar svo sannspurðist um lát hans sjö árum síðar,
kveinkaði Jón biskup sér við að fara til stólsins, svo
afarstopular sem samgöngur allar voru orðnar milli Nor-
egs og Grænlands, og fór í þess í stað út til íslands og
gerðist um 33 ár biskup á Hólum, þar sem hann þó
ávann sér fremur litla frægð í embætti. En aftur og aftur
er þess getið í fornum annálum, að Grænlandsbiskupar