Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 137
132
Jón Helgason.
Prestafélagsritið.
Það, sem þeir sáu af landsfólki, voru eingöngu Skræl-
ingjar. En um örlög hinna norrænu frumbyggja spyrst
ekkert. Var það þó hald manna, að enn mundi þar á lífi
eitthvað af niðjum þessara frumbyggja, og að þeirra
mundi að leita í austanverðu landinu. Álitu menn, að
nafnið »Austurbygð« benti til þess, svo illa sem menn
þektu landshætti alla þar í þá daga. En þar sem svo
langt var umliðið, síðan er menn höfðu staðið í sam-
bandi við þessa Grænlendinga af norrænni rót, þótti jafn-
framt mega gera ráð fyrir, að kristni þeirra væri báglega
á sig komin, ef ekki með öllu horfin.
í byrjun 18. aldar gekk kirkjuleg vakning yfir Norður-
lönd, og þá einnig yfir Noreg. Stóð sú vakning í sam-
bandi við pietistahreyfinguna, sem borist hafði til Norður-
landa og gripið hugi margra trúaðra manna. í Noregi
hafði þessi hreyfing sérstaklega náð sterkum tökum á sjö
prestum í Raumsdal, er síðar hafa hlotið hið fagra viður-
nefni »sjöstirnið« innan norsku kirkjunnar. Fremsti maður
i þeim hóp var ágætismaður einn að nafni Tómas von
Westen. Eitt af áhugamálum þessa »sjöstirnis« var heið-
ingjatrúboð. Um þær mundir var það lítt tiðkað i heim-
inum, en margir fengu nú mikinn áhuga á því og það
eins þótt annars væru ekki fylgjandi pietistastefnunni,
sem meðal annars hafði sérstaklega gert þetta að einu
áhugamáli sínu.
Meðal þeirra var prestur einn norðarlega í Noregi, Hans
Poulsen Egede, í Vaagen í Lófóten. Hann hafði trúboðs-
áhugi heittrúarmanna gripið svo eftirminnilega, að honum
fanst guð beint kalla sig til trúboðsstarfs meðal heiðinna
þjóða.
Hans Egede var fæddur í Noregi 1686, en faðir hans
var danskur að ætt. Hann hafði stundað guðfræðinám í
Khöfn í l1/2 ár og lokið þar fullnaðarprófi (attestas). Meiri
voru kröfurnar ekki í þá daga, en maðurinn var iðinn mjög