Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 140
Prestafélagsritið.
Hans Egede.
135
sá margþráð takmark óska sinna í nánd. Traust hans á
guði hafði ekki orðið til skammar og vissan um, að það
væri guð, sem hefði kallað hann til starfsins, var nú rík-
ari í sálu hans en nokkru sinni áður. Með barnslegri
óþreyju taldi hann dagana, þangað til af stað yrði farið.
Hinn þriðja maí 1721 rann loks upp hin langþráða
stund. Þann dag gekk Hans Egede á skip, ásamt konu
sinni og 4 börnum. Skipið, sem átti að flytja hann til
fyrirheitna landsins, nefndist »Tom'n« (»Haabet«). Það nafn
útlagði hann sem fagran fyrirboða þess, að alt ætti að
fara svo sem hann hefði vonað. »Vonin« ætti að flytja
hann til »vonalandsins græna«. Svo varð þá og.
Eftir 2 mánaða ferð tók »Vonin« höfn sunnarlega á
vesturströnd Grænlands, þar sem nú heitir »Baals Revier«,
við ey eina, Imeriksak (á 64. breiddarstigi), sem hann
nefndi eftir skipi sínu: »Vonarey«. Á þessari eyju lét
Egede þegar gera hús handa sér og fjölskyldu sinni, og
þar dvaldist hann næstu 7 ár.
Egede hafði að því leyti náð takmarki sínu, að »Vonin«
hafði flutt hann til fyrirheita landsins. En það, sem hér
mætti honum, var alt annað en hann hafði gert sér í
hugarlund.
Þeir menn, sem hér urðu fyrir honum, voru ekki bein-
vaxnir, bartleitir og karlmannlegir Norðurlandabúar, eins og
Egede hafði búist við. Það voru svonefndir Skrælingjar
— eða Eskimóar — smávaxnir menn, dökkir á hörund
og háralit og á mjög lágu menningarstigi. Þó skifti þetta
næsta litlu í samanburði við hitt, á hve afarlágu stigi þeir
voru i trúar- og siðferðilegu tilliti.
Svo mátti heita sem þeir væru alveg átrúnaðarlausir.
Sízt gat þar verið að ræða um trú, svo sem vitandi og
viljandi samband við guð. Að vísu höfðu þeir hugboð um
einhvern skapara, sem gert hafði himin og jörð og hafið
með öllu því, sem þar er. En þennan skapara hugsuðu
þeir sér svo fjarlægan, að ekki gæti komið til nokkurra
mála, að hann skifti sér af örsmáum ormum jarðar-