Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 141
136
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
innar. Að bænin þýddi nokkuð, kom þeim ekki til hugar,
og því síður, að skaparinn ætti nokkra heimtingu á þakk-
læti mannanna.
Trúarbrögð þeirra voru fólgin í einberri hjátrú og hræðslu
við illa anda. Siðferði þeirra var á allra lægsta stigi. Um
helgi hjúskaparins brast þá allar hugmyndir: Fleirkvæni
var algengt og þá ekki síður hitt, að hafa kvennaskifti.
Fljótt á litið virtust þessir heiðingjar góðviljaðir og elsku-
verðir. Peir voru síbrosandi og vingjarnlegir í viðmóti,
eftir að fyrsta hræðslan var farin af þeim. En það kom
brátt á daginn, að þeir voru í aðra röndina mestu grimd-
arseggir, þegar þeim bauð svo við að horfa. Miskunnar-
leysi var mjög áberandi hjá þeim, er þeir áttu við óvini
sína að skifta, eða þegar þeim fanst gengið nærri hags-
munum sínum á einhvern hátt.
Loks var óttinn við dauðann mjög sterkur í sálu þeirra,
enda engin vonarglæta til þess að lýsa upp i dauðans
dimmu.
Pað fékk ekki dulist, að hér var þörf á ljósi og fræðslu.
En hvernig átti það að takast, að flytja þessum mönnum
Ijós og fræðslu? Erfiðleikarnir voru svo miklir og bersýni-
legir, að við sjálft lá, að Hans Egede misti allan kjark,
er hann hugsaði til þeirra.
Aö þetta voru alt aðrir menn en Egede hafði vonast
eftir að hitta á Grænlandsströnd, skifti minstu. Hann átti
ekki síður erindi til þeirra fyrir það, svo andlega hjálpar-
þurfa sem þeir voru.
En annað var verra, sem sé það, að þessir hjálparþurfa
menn töluðu tungu, er var svo gerólík öðrum tungum,
sem Egede þekti, að ekkert var svipað með þeim, enga
viðfesting að finna nokkursstaðar, sem honum mætti verða
stuðningur að. Þó tjáði sízt að einblína á það. Hið allra
fyrsta, sem hér varð að gera, var að læra að skilja þessa
undarlegu tungu. Og til þess varð að nota 511 meðul, eða
hverfa heim aftur. Aðalvonin var, að börnin hans lærðu
málið og gætu aftur kent honum. Svo varð þá og. Börn