Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 142
Prestafélagsritið.
Hans Egede.
137
Egede lærðu málið rétt ótrúlega fljótt, og nú gat hann farið
að njóta tilsagnar þeirra og að hafa eftir þeim orð og
setningar. Þó sóttist námið seint og reyndist margfalt
erfiðara en hann hafði gert sér í hugarlund. En eljan og
áhuginn brást ekki fyrir það. Hann vildi læra málið, og
því hlaut það lika að takast.
Þá var annar erfiðleiki ekki minni: Það flakkaralíf, sem
hér var lifað, og hin mikla strjálbygð. í fyrstu stóð fólk-
inu líka hálfgerður stuggur af Egede, svo að það forðaðist
hann, já, tók til fótanna í mesta ofboði, er það sá til
ferða hans eða manna hans.
En ekki leið á löngu, áður en það breyttist. Með ljúf-
mensku sinni tókst Egede að vinna traust þessara Skræl-
ingja. Þeir sannfærðust brátt um, að hér var maður, sem
ekki vildi þeim nema vel í hvívetna.
Nú reið mest á, að finna hentuga leið til bjartna þessa
óþroskaða þjóðflokks, og þá um leið hina réttu starfsaðferð.
Hann sneri sér fyrst að æskulýðnum, sem löngum hefir
gefist vel. Trúboð hans varð í fyrstu einskonar skólatrúboð
meðal barna og unglinga. Og aðferðin lánaðist vel. Um
leið og hann með hinni mjög ófullkomnu þekkingu sinni
. á tungu þjóðarinnar reyndi að segja þeim til, lærði hann
sjálfur málið af þeim.
Furðu fljótt fór hann að reyna að prédika á græn-
lenzku. Sem geta má nærri, hlaut prédikun hans í fyrstu
að vera mjög ófullkomin. Orðaforði hans var svo nauða-
lítill enn þá. Hann reyndi að snerta þá strengi i sálum
þeirra, þar sem helzt var von um einhverja trúarlega við-
festingu. Hann talaði um skaparann og alheiminn, hversu
alt væri skaparans verk og mennirnir því í þakkarskuld
við hann. Síðan fór hann að tala um syndugleika mann-
anna og hjálpræðisþörf. Sérstaklega lagði hann áherzlu á
eitt atriði: framhald lífsins eftir dauðann. Og þar hitti
hann ekki sizt fyrir opin eyru, enda varð þetta sá þáttur
hinnar kristilegu prédikunar hans, sem í fyrstu féll í
beztan jarðveg.