Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 143
138
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
Strjálbygðin gerði honum og mjög mikla erfiðleika. Til
þess að ná tali manna, varð hann að takast langar ferðir
á hendur. En það var ekki trúboðið eitt, sem rak hann
til þess. Grænlenzkt verzlunarfélag hafði verið sett á stofn
og stóð að sumu leyti framan af undir yfirumsjón Egede.
Yegna þess varð hann og að takast á hendur ferðalög með
ströndum fram. Ennfremur hafði honum verið falið að
gera vísindalegar athuganir fyrir ýmis vísindaleg félög. En
á þessum ferðum sínum kom hann þó ávalt fyrst og
fremst fram sem trúboði, enda fór nú fólkið að flykkjast
að honum, hvar sem hann kom i Skrælingjabygðunum.
Honum kom hér að góðu haldi, að hann hafði dvalist
allan uppvöxt sinn í Noregi norðanverðum og vanist ýmsu
volki og vosbúð á erfiðum vetrarferðum. Hann reyndist
þá líka hér óvenju duglegur til ferðalaga. Hann fór oft
langar vetrarferðir á opnum bát, sem nú á tímum þætti
lítt fært, og komst þá líka oft í hann krappan. En hann
kunni ekki að hlífa sér, og traustið á guði var óbilandi.
t*ví betur sem hann kyntist högum manna þar í landi,
því sannfærðari varð hann um, að guð hefði einmitt út-
valið sig til þessa starfs, — en þá var að sjálfsögðu að
vera allur í því og að vinna meðan dagur væri. Mót-
spyrnu átti hann vitanlega að mæta í starfi sínu. Þeir,
sem einkum fjandsköpuðust við hann, voru »angakokk-
arnir«, þ. e. særingamenn — hinir eiginlegu andlegu leið-
togar þjóðarinnar. Þeir sáu atvinnu sinni hættu búna, ef
Egede tækist að ná tökum á fólkinu, og því reyndu þeir
á alla lund að gera hann tortryggilegan í augum alþýðu
sem misindismann, kendu honum um öll óhöpp, sem fyrir
komu, og töldu hann einn hinn hættulegasta »angakokk«,
sem þar hefði sést.
Ofan á alt annað bættust nú ýmsir ytri erfiðleikar, sem
staða Egede þarna á útkjálka veraldar hafði í för með
sér, og vafalaust hefðu bugað starfsþrek flestra annara en
Hans Egede og konu hans.
Fyrsta árið, sem þau dvöldust í Grænlandi, var þeim í