Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 146
Prestafélagsritið.
Hans Egede.
141
af starfi sonar síns sem hann, auk góðrar mentunar að
öðru leyti, talaði grænlensku eins og móðurmál sitt. En
áður en árið var á enda drap líka sorgin að dyrum.
Gertrude Rasch hafði ofboðið sjálfri sér í bólusóttinni,
svo að hún beið þess aldrei bætur. Eftir því sem leið á
árið hnignaði henni mjög, og 21. des. um veturinn (1735)
andaðist hún, harmdauða öllum, en umfram alt þó manni
sínum og börnum. í sögu kristilegrar kirkju hefir hún
getið sér hið veglegasta nafn, svo sem ein af ágætiskon-
um kristninnar.
Sjálfur var Hans Egede farinn að kenna vanheilsu, bæði
á líkama og sál. Brjóstið var tekið að bila og skyrbjúg-
urinn gerði honum ógreitt um ferðalög. Svo lögðust
erjurnar við Herrnhútana þungt á sálu hans, og efasemdir
og hugarstríð sóttu á hann. Það áform þroskaðist nú í
sálu hans, að beiðast lausnar frá þessu erfiða starfi, sem
honum fanst hafa borið margfalt minni árangur en hann
hafði vænt sér. Haustið áður en konan hans dó hafði hann
því sent lausnarbeiðni til stjórnarinnar, þó mest vegna konu
sinnar, sem hann gerði sér von um að gæti aftur fengið
heilsu í mildara loftslagi; en auk þess vænti hann þess, að
geta orðið grænlenzka trúboðinu þarfari maður, ef hann
væri sjálfur i Danmörku og gæti þar talað máli þess á
hæstu stöðum. En áður en svarið kom var hann orðinn
ekkjumaður og allur síðari hluti vetrarins varð honum
mesti þrautatími, svo að hann jafnvel gerði ráð fyrir
dauða sinum.
Næsta vor barst Egede lausnarveitingin, og 29. júlí 1736
flutti hann burtfararræðu sína og lagði út af orðunum Jesaj.
49, 4. Fór hann þar hörðum orðum um ódugnað sinn,
en lofaði hrærður trúfesti guðs og miskunn við sig. Og
9. ágúst hélt hann af stað heim á leið eftir fulla 15
ára dvöl á Grænlandi.
Síðustu ár æfi sinnar dvaldist Hans Egede í Danmörku.
Árið 1740 var hann skipaður biskup yfir Grænlandi, og
"var honum með því falið að hafa eftirlit með hinum