Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 148
Frestafélagsritið.
Hans Egede.
143
því í samanburði við alla fyrirhöfnina. Að í þeim dómi
sjálfs hans kenni of mikillar svartsýni er vafalaust. Hins
vegar gat hann þó líka heimfært til sín framhald orðanna:
»Samt sem áður er réttur minn hjá drotni og laun mín
hjá guði mínum«. Við þá hugsun leitaði hann sér hugg-
unar. Að guð hefir viðurkent starf hans, er þá líka jafn-
vafalaust. Og guð hefir séð um, að því hefir verið haldið
áfram alt til þessa dags, og það með góðum árangri, þrátt
fyrir margvíslegar yfirsjónir þeirra manna, sem hafa
ráðið mestu um hvernig trúboðsstarfið hefir verið rekið
öll þessi ár.
Danska og norska kirkjan hefir átt margan mann, sem
var betri andlegum hæfileikum búinn en Hans Egede, en
fáa, sem við hann geta jafnast í auðmýkt og fórnfúsum
kærleika. Trúboðssagan þekkir meiri athafnamenn en
Hans Egede, en erfitt verður að benda á nokkurn trúboða,
sem í trúmensku taki fram þessum boðbera fagnaðar-
erindisins, sem jafnömurlegir staðir féllu að erfðahlut,
enda lifir nú minning hans blessuð af öllum, sem kunna
að meta starf, sem unnið er af fórnfúsum anda og lifandi
áhuga á viðgangi guðsríkis og frelsun sálnanna.
En svo var um starf Hans Egede.