Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 149
Prestaiclagsritið.
GUÐSRÍKI ER NÁLÆGT.
Ettir séra Asmand Guðmundsson skólastjóra.
»Tíminn er fuílnaður og guðsríki er nálægt; gjörið iðrun
og trúið fagnaðarboðskapnum«. Svo er lýst guðsríkiskenn-
ingu Jesú til Galíleumanna forðum, og allir drættir leiddir
saman í eitt. Pannig var boðskapurinn, sem flutti þeim
andlega vakningu, — hreif þá inn í svo sterkan straum,
að þegar öldurnar lægði aftur í sálum þeirra, þá voru
nokkrir af þeim þegar orðnir þjónar hans fyrir fult og alt
og fundu nú strauminn spretta upp í hjarta sínu. Á þennan
hátt barst þeim nýtt lif, eins og blánaði af fyrirheitna
landinu fyrir handan auðnina og eyðimerkurlundina.
Máttur þessa boðskapar hefir ekki dvínað siðan. Andi
Jesú hefir Iifað í honum. Hreyfingin, sem hófst með hon-
um, breiddist frá Galíleu út um alt Gyðingaland og þaðan
yfir höf og álfur, ekkert gat stöðvað hana, hvorki rúm
né timi. Heimurinn lifði hvítasunnu, heilagt sterkviðri fór
um löndin og eldtungur birtust. Nýtt mál fæddist á tungu
manna, er allir skildu. Páll »varð öllum alt«, til þess að
Kristur mætti koma á móti þeim í sama ljósi og hann
hitti hann i á veginum. Höfundur 4. guðspjallsins svifti
hulunni frá dýpstu reynslu hjarta síns og helgasta leynd-
armáli; Kristur og mannssálin gátu á dularfullan hátt
orðið eitt. Heilir skarar kristinna anda, er lifðu í bæn,
greiddu boðskapnum veg um mannlífið. Hann dó ekki
með kynslóðunum, heldur endurfæddist fyrir heilagan
anda í hjörtum yngri kynslóða öld af öld. Og enn i dag
kemur hann af himni til mannanna í upphaflegum
krafti sínum.