Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 153
148
Ásmundur Guðmundsson: Prestaféiagsritið.
meðan hann lifði hjá okkur fyrir 1900 árum, sem fá anda
og líf, heldur einnig margt í þeirri kenningu, er síðan
hefir lýst áhrifum hans upprisins á hjörtu lærisveina
sinna. Mikið af reynslunni, sem fengist hefir í samfélag-
inu við hann á öllum tímum, hefir aftur orðið auðskilið
og dýrmætt. Nýtt kirkjulíf blómgast hjá sænsku þjóðinni
á dásamlegan hátt, og gleymist það engum, er séð hefir.
Augun eru fest á andlegum heimi. Tilbeiðsla og hreinleiki
barnsins og víðsýni og þróttur fulltíða mannsins virðast
fara saman. Menn eiga það eitt að áhugamáli, að breiða
út guðsríki, og eru lifandi vottar þess, hvernig heilagur
andi heldur kristninni við í heiminum. Þar er guðsríkið
nálægt með endurnýjun þess, sem dýpst er og bezt í
trúnni. »Vér eigum framundan oss endurnýjun trúarbragð-
anna. Ég er jafnviss um það og um guð sjálfan. t*ví að
guð sækir nú veröldina heim. Finnið þér, hversu nálægur
hann er hverjum og einum af oss? Það er dagur Emmaus-
lærisveinanna í dag. Spurningin um endurnýjun trúar-
bragðanna verður að persónulegri spurningu. Brenna
hjörtun í oss? Erum vér með frelsaranum á veginum?®1)
Til okkar lands berast einnig öldurnar frá þessum
breyfingum i heiminum. Sömu straumbreytinga verður
vart, sömu andstæður birtast, lfkt og hafið og hreyfingar
þess sjást í litlum vogi. Aðeins koma áhrifin hægt og
hægt, og dregur úr þeim við fjarlægð og einangrun. Svo
mótast þau jafnframt af þeim anda, sem fyrir er bjá þjóð-
inni. Voldug hönd hefir leitt hana sfna sérstöku braut.
Guð hefir gefið henni mikla andans menn, kristna leið-
toga á ýmsum öldum, síðan daga fyrstu biskupanna ís-
lenzku, og guðleg skáld alt frá höfundi Sólarljóða til
þjóðskáldsins nýlátna, sem aldrei deyr. Hversu mikils
skyldi þá ekki mega vænta af þjóðinni einmitt nú? — Við
horfum út á ólgu og ókyrð á yfirborðinu. Ólíkum stefn-
um lendir saman og sundurleitum skoðunum. Barátta er
1) Nathan Söderblom: Gá vi mot rcligionens förnyelse.