Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 154
Prestafélagsritið.
Guðsríki er nálægt.
149
hafin. Mikill hluti þjóðarinnar fylgir enn eldri guðfræði-
stefnu, og í þeim flokki eru eflaust margir þeir, sem eiga
dýpsta og heitasta trú. t*eir vilja varðveita þær kenningar,
er þeim voru innrættar í bernsku, svo að þær megi hald-
ast hreinar. Það, sem þeir lærðu af móðurvörum og þeim
hefir reynst æfinlega bezta skjólið og styrkurinn, er þeim
svo viðkvæmt og heilagt, að þeir þola engar breytingar
á þvf. Þeim verður það allra kærast þá, er þeim finst
eiga að svifta þjóðina því, og rísa þess vegna upp til
varnar. »Nýguðfræðin« vinnur hlutverk sitt í glöðu trausti
til guðs, er ávöxtinn gefur. Hún vill helga alt starf sitt
honum, er lætur trúna endurfæðast í hjörtum kynslóð-
anna aftur og aftur, svo að hún verði þeim sffelt lifandi
eign og búist þeirri kenningu, er bezt skilst á hverjum
tíma. Andatrú vill gróðursetja í brjóstum manna vissu
um framhald lifsins eftir dauðann, í stað vonar og veikrar
trúar, sem reikar oft þegar mest reynir á. Sú vissa verði
að vera þekkingaratriði, sem byggist á vísindalegum at-
hugunum og sönnunum. Það eitt geti hnekt vantrú efnis-
hyggjunnar, því að hún fellur þá fyrir sínum eigin vopn-
um. Reynslan hafi sýnt það, að ekkert annað eigi mátt
til þess, að gera æðra heim að fullum veruleika í augum
fjöldans efagjarna og blása eld og anda í lífsskoðun hans.
Guðspeki býr yfir sterkri dultrúarþrá og leitar henni svöl-
unar hjá Austurlandatrúarbrögðum, í þeirri hugsun, að
hana sé síður að finna í skauti evangelisku kirkjunnar.
— Alt á þetta að vera okkur mikið gleðiefni, því að það
ber vott um líf. En lognmók og kyrstaða væru ótvíræð
dauðamerki. Við erum ósjálfrátt mint á orð Jesú: »Ætlið
ekki, að eg sé kominn til að flytja frið á jörð; eg er ekki
kominn til að flytja frið, heldur sverð«. Þessar hreyfingar
sýna okkur þaö, að meiri trúaráhugi sé að lifna hjá þjóð-
inni, og svefninum og hirðuleysinu að létta. Þær boða
nýja og bjartari tíma, er eigi að geta runnið upp. Þær
boða að guðsríki sé nálægt. Þær benda til þess, að þungur