Prestafélagsritið - 01.01.1921, Page 155
150
Ásmundur Guðmundsson:
Prestaíélagsritið.
straumur riki niðri í djúpinu, máttug þrá til þess að
veita guðsrikinu viðtöku.
Slík andleg vakning er að vísu enn ókomin. Þess er
sízt að dyljast. Guðsrikisþráin djúpa hjá þjóðinni hefir
ekki fundið þá næringu, er hana þyrstir eftir. Hún hefir
hvorki getað öðlast nóg líf hjá eldri eða yngri guðfræði,
né fengið fullnægju hjá stefnunum hinum. Enda hefir
kuldinn á milli þeirra og bardagaaðferðin dregið úr þroska
þeirra og víðsýni og hulið það að nokkru, sem þær eiga
bezt. Er það jafnt hrygðarefni og blygðunar. — En tím-
inn er fullnaður. Mikið starf hefir verið unnið til undir-
búnings og hið dýrasta i kyrþey. Akrarnir eru þegar hvitir
til uppskeru. Menn bíða, vitandi eða óvitandi, andlegrar
vakningar. Þeir rétta fram hendurnar eftir perlunni dýru.
Á þeim sannast það, sem Jesús sagði: »Sælir eru fátækir
í anda, því að þeirra er liimnaríki«.
Enn er öllum mönnum hulið, hvað verða muni um
hreyfinguna ungu i heiminum á komandi tímum; nema
eitt er vist, að framtíð hennar er mjög undir sjálfum
okkur komin. Það er um hana eins og aðrar gjafir guðs
til okkar mannanna. Boðskapurinn um komu guðsrikis
er sendur okkur í mætti sinum af guði í fullu trausti
þess, að við bregðumst ekki. Svo var það um Galíleu-
menn í fyrstu, og svo er það enn í dag. Ef við gerum
ekkert sjálfir, þá fer likt hjá okkur og öllum þorra þeirra.
Öldurnar Iægir aftur, og hvergi sést vottur þess, að þær
hafi risið hátt. Hreyfingin hverfur, hún verður heiminum
engin hreyfing. Eina von okkar slokknar gegn grimdinni
og hatrinu, eina vörnin brestur móti eigingirninni og ein-
veldi heiðninnar í viðskiftalífinu og stjórnmálunum. Hefj-
umst við aftur á móti handa með einbeittum vilja, þá er
hreyfingunni að fullu borgið, og hún verður enn þá dá-
samlegri en við getum nokkru sinni gert okkur í hugar-
lund. þjóðirnar nálgast þá hugsjón, sem guð hafði fyrir
augum, er hann lét þær fæðast. ísland rís enn þá tilkomu-
meira og fegurra af hafi, er börn þess hafa að lokum