Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 157
152
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
að við getum ekki orða bundist«. Ótal geislar stafa þaðan
frá guðspjöllunum fullir af óviðjafnanlegri fegurð og tign.
Við horfum með tilbeiðslu á samlíiið milli föður og sonar.
Ekkert íhugunarefni er dýrlegra en það. Við hugsum um
þroska þess frá fyrstu æsku Jesú til hærri og hærri full-
komnunar. Myndin af honum, er hann boðar guðsríki,
varpar skæru Ijósi yfir það, og einnig fram á þann kafla
æfi hans, er annars væri okkur hulinn myrkri og þögn.
Oft hefir hann að likindum frá æsku gengið austur á
hæðirnar við Nazaret, þegar elda tók af degi, til samfundar
við föður sinn á himnum, eða horft á kvöldin út til hafs-
ins er sól seig við Karmel og hugsað til hans, er lætur
sólina renna upp yfir vonda og góða. Og þó að bærinn
hans stæði í dæld, luktri hæðuin á alla vegu, þá hefir
sjóndeildarhringur hans náð út yfir himna himnanna og
hann lifað og andað í návist guðs í stöðugri bæn, hann
sem gaf heiminum »Faðir vor«. Þegar hann svo fór ferðina
suður i óbygðirnar til Jóhannesar, til þess að láta skírast
af honum og gerast þátttakandi í hreyfingunni, sem hann
hafði vakið, þá lifði hann enn stund, er mun hafa borið
af öllum öðrum fram að því. Það var þegar hann steig
upp úr Jórdan og hafði gefið sig guði í skírninni. þá sá
hann sýn og heyrði það og fann, sem engri tungu er unt
að mæla, en við eigum þó um líkingu sjálfs hans: Hann
sá himnana ljúkast upp og andann stiga ofan eins og
dúfu yfir sig, og rödd kom af himnum: Þú ert minn
elskaði sonur, á þér hefi eg velþóknun. — Litlum tíma
seinna hefur hann kenningu sína. »Hann prédikaði fagn-
aðarboðskapinn um guð«, segir í Markúsarguðspjalli. Ég
hugsa, að aldrei hafi neinn lýst starfi Jesú og framkomu
á dýpri hátt en sá, sem hafði um það þau orð. Við finn-
um enn í þeim eins og hjartslátt þeirrar kynslóðar, sem
hlýddi á Jesú. Spámannatímarnir voru löngu liðnir, him-
ininn hafði þagað um aldir og guð fjarlægst meir og meir
i hugsun manna og lögmálið komið í hans stað, en nú
alt í einu fyllist himinn þjóðarinnar nýju lifslofti og óum-