Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 159
154
Ásmundur Guðmundsson:
Prest^Iagsrilið.
Hið innra verður viðleitni okkar að hefjast og miða
öll að þvi, að leita samlífs við guð, því að hver getur boðið
öðrum guðsriki, ef guð er ekki í sál hans, hver glætt líf,
sem ekki á það sjálfur? Án þess mundi aðeins unnið til
ávítunarorðanna þungu: »Hræsnari, drag fyrst bjálkann út
úr auga þínu«. Andlega vakningin verður fyrst að koma í
heimi sálar okkar og eignast þar starfsreit, á þann hátt,
að guð einn verði okkur sannur veruleiki og krattur anda
hans snerti okkur. Það getur orðið er fegurð náttúrunnar
hrífur okkur, eða hreinn kærleiki hjá mönnum, og þó
helzt frammi fyrir mynd Jesú í guðspjöllunum. Því verður
vissulega sársauki samfara. Eitthvað af skelfingu sjáarans,
er lítur guð, kann að grípa okkur í svip: »Vei mér, það er
úti um mig, því að eg er maður, sem hefi óhreinar varir, og
bý meðal fólks, sem hefir óhreinar varir«. Svartan skugga
leggur inn í líf okkar frá liðnum tímum, er við létum það
ráða, sem óheilt var og holdlegt. í*að verður okkur sifelt
óskiljanlegra og hryllilegra. Og þyngst fellur okkur af öllu,
hversu það hefir hindrað okkur frá því að verða það,
sem við gátum verið orðnir, og áttum að vera að vilja
guðs. Alt hugarfar okkar mannanna er sýkt af óhreinum
hvötum og losta. En líf Jesú spratt fram úr djúpum guðs
krystalstært. Á sál hans féll aldrei minsti blettur.
»Guðs föður veru fegurst mynd
frjáls lifði’ og dó af allri synd«.
Hversu gott er það þá, að unt skuli vera að iðrast og
gráta út meðan guð breiðir himininn eins og vængi yfir
barnið sitt. Sól fyrirgefningar hans rennur upp fyrir anda
okkar úr sorgardjúpinu.
Fyrirgefning guðs verður grundvöllurinn að samlífi okk-
ar við hann og að starfinu að vexti andlegs lífs hið innra
í sál okkar. Nú skilst það bezt, vegna hvers guðsríkis-
boðunin í lifi Jesú hlýtur að beinast inn á þær brautir,
sem liggja til Golgata. Krossinn birtir skýrast veru guðs,
hans sem lætur líf mannanna fæðast með þjáningu til þessa
heims og annars. Hann er kærleikur, sem liður og gefur