Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 160
Prestafélagsri tið.
Guðsríki er nálægt.
155
líf. Og kærleikur er þaö, sem við þörfnumst, óendaDlega
mikill kærleikur. að kærleikurinn einn hefir mátt til
að fyrirgefa. Hann veitir ekki sálarfrið til þess, að syndga
áfrain í trausti til náðar hans, heldur vekur hann djörf-
ung, þrótt og starf, skapar nýtt líf. í því er fólginn
leyndardómur fyrirgefningarinnar. Þegar kross Jesú hefir
opnað augu okkar fyrir þessum kærleika og við höfum
fundið glóðina helgu frá altarinu snerta okkur, þá ris
gleði í hjarta okkar og trúin á fagnaðarboðskapinn verður
afltaugin í lifi okkar þaðan í frá.
Við þurfum ef til vill að byrja alveg að nýju, beina
þroska okkar eftir gersamlega öðru lögmáli en áður og
baráttan verðnr vissulega þung, en við fögnum engu að
síður yfir starfinu, sem við eigum fyrir höndum. Kærleiki
guðs í Jesú gefur okkur nýja sjón, svo að við gleymum
því ekki framar yfir likamanum og jafnvel klæðnaðinum,
stöðu, velmegun og heimilisþægindum, að við eigum
ódauðlega sál. Við sjáum dýrð hennar og að innri heimur
hennar er enn þá dásamlegri heldur en allur ytri heimur-
inn. Guð vekur með ást sinni vorgróandaun og hlutverk
okkar er það, að hlúa svo að, að alt megi risa til eilífðar-
blóma samkvæmt fyrirhugun hans. Himinn guðs fyllir
hjarta okkar ósegjanlegri bjartsýni og sælu. Hann brosir
með eilifa æsku í svip við hverjum augum, sem Ijúkast
upp eða bresta. Leiðin opnast fyrir okkur til fegurstu og
drengilegustu baráttu mannssálarinnar, að fagnandi striði
Ijóssins við myrkrin, þar sem ekkert erfiði verður of
þungt, engin fórn of stór. Við eigum að fá að lita and-
legan heim, sem gefur þessari veröld gildi sitt, lifa and-
legu lífi og finna mátt andans og eilífð hans, en allan
ótta við dauða hverfa, horfa eins og Páll postuli »ekki á
hið sýnilega heldur hið ósýnilega, því að hið sýnilega er
stundlegt, en hið ósýnilega eilift«. Samlifinu við guð eykst
þróttur og dýpt er við ákveðum heilum huga að halda þá
leið. Föðurkraftur hans mun styðja okkur áfram og upp
á við, því að miskunn hans og máttur eru jöfn. Að sama