Prestafélagsritið - 01.01.1921, Qupperneq 161
156
Ásmundur Guðmundsson;
Prestafélagsritiöw
skapi sem við deyjum því, sem spilt er í fari okkar,
munum við lifna honum og búa honum rúm í sál okkar.
Bænarlífið, sem Jesús lifði, bendir okkur. Dýrlegustu og
helgustu stundirnar í liQ mannanna bíða okkar. Við
megum eignast það, sem bætir hvert böl, fögnuðinn yfir
því að lifa undir heiðum himni guðs og vaxa í þvi að
elska hann og þekkja hann. Bænir okkar geta sífelt orðið
innilegri og barnslegri. Og bænheyrsla er vis, er við biðj-
um í anda »Faðir-vorsins« guðs vilja að stjórna okkar
vilja, kærleika hans að brenna alt óhreint burt úr hug-
skoti okkar, og riki hans að koma hið innra og ytra. Ef
við keppum þannig i krafti bænarinnar stöðugt hærra og
hærra, til meiri og meiri þroska og fullkomnunar, eflum
sáluhjálp okkar dag og nótt með ótta og andvara, — þá
munum við verða gagntekin af þeirri tilfinningu, að »til-
veran með tungl og sól og heiði er tómur guð«. Nálægð
hans fyllir alt. Hjartahreinir sjá hann. Eitthvað af því,
sem Jesús sá, birtist okkur. Við sjáum guðsrikið koma.
Og hann gefur okkur af mætti sinum til þess að flytja
boðskapinn. »Guðsríki er nálægt«.
Starfið út á við mun leiða beint af innra starfinu og
þau svo haldast í hendur og efla vöxt og þroska hvors
annars. Fegar »guðsríki er hið innra með yður«, þó ekki
sé nema fyrsti vísir þess, þá hlýtur það einnig að verða
boðað öðrum á einhvern hátt, því að það ber í sér
gróðurmagn mustarðskornsins. Hvorttveggja starfið er í
raun og veru aðeins hlið á hinu sama, — á lifi, sem sam-
félagið við guð vekur. Þannig var það vissulega hjá Jesú.
Við sjáum heilaga samhljóðan í öllu, hugsun og fram-
komu, vilja og starfi. Kenning hans, máttarverk og líkn-
arþjónusta, — alt er það sprottið af sömu rót, úr djúpum
innra lifs hans í guði. Hvert sem við viljum halda um
heim fagnaðarerindis hans, hrein og barnsleg í huga,
munum við mæta guði einum.
Þá er við hugleiðum þetta dýpra, bendir það okkur til
þess, að láta alt starf okkar stjórnast af umburðarlyndi