Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 165
160
Ásmundur Guðmuudssou: Prestafélagsritíö.
Auðurinn, sem guðsþjónustan og kirkjuvistin býður, mun
ekki framar verða lítilsvirtur, og þeir finna þar lifið sjálft
og gleðina, er áður urðu aðeins snortnir líkt og af heim-
þrá eftir trúarlífi. Guðsþjónusturnar verða samfundir safn-
aðarfólksins við guð í tilbeiðslu, og dýrð þeirra kemst á
hæst stig, er hugirnir sameinast honum og hver öðrum í
»Faðir-vorinu«. Prestarnir standa ekki lengur eins einir
uppi, því að prestsdómurinn almenni styður þá. Heimili,
skólar og félög munu skipa sér í þjónustu kirkjunnar, ný
starfssvæði opnast henni víðsvegar. Og mönnunum verður
mikið ágengt, því að aldan ber þá, sem guð lætur rísa.
Hvítasunnumorguninn síðasta sá ég fagnaðarsjón þegar
ég kom út í vorið. Svanir fiugu hátt með kvaki yfir
landið. Og ég lofaði guð. Mér fanst hann gleðja mig eins
og barn og ég yrði að taka á móti eins og barn: Hans er
mátturinn. Hvað boðar hann? Er andleg vakning að koma
yfir þjóðina? Leitar andi hans sendiboða um dali og firði?
Við höfum átt mikla brautryðjendur, sem hikuðu ekki
við að leggja út í striðið fyrir heill þjóðar sinnar, þótt
sigurvonin væri minni en á okkar tímum og daufari skíma
af komandi degi. Þeir vildu fórna öllu fyrir hana, og það
er kristindómur. Þeir gáfust aldrei upp og skutu merkinu
af afli í jörð er þeir féllu, svo að það stæði unz þeir
næstu lyftu þvi upp og sæktu fram undir því. Óendan-
lega stæðum við þessum forfeðrum okkar langt að baki,
ef við hefðumst ekki að og létum merkisstöngina fúna
í jörð niður fyrir framan hendur okkar. Guðsríki er
nálægt. Andleg hreyfing frá Kristi er að koma, svo fram-
arlega sem trúin fær að eignast auðmjúka og trygga
þjóna, og hún mun gefa þjóðinni okkar það, sem hún
þarfnast, gera anda hennar heilan og leiða hana út úr
myrkrum heiðninnar, sem enn grúfa yfir of víða, þangað
sem sönn hamingja og þróttur býr. Og ekki tjáir að reyna
að hliðra sér hjá kalli guðs og festa von sína eingöngu