Prestafélagsritið - 01.01.1921, Side 169
164
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
pótt hún væri undir lok liðin, er Egede hóf trúboð sitt meðal
Skrælingja.
Alfred Th. Jörgensen: vNordens Kirker og nordiske óandsström-
ninger efter Verdenskrigen«. Kh. 1921. — Hér birtist safn af rit-
gerðum snertandi andlegt líf Norðurlanda-þjóðkirknanna, eins og
það horfir við nú eítir heimsófriðinn. Par skrifa þeir N. Söder-
blom erkibiskuþ og Manfred BjörKquist um sænsku kirkjuna,
Eivind Berggrav þrestur og 0. Moe þrófessor um norsku kirkj-
una, Ostenfeld biskup og Fibiger prestur um dönsku kirkjuna,
Hjelt prófessor um finsku kirkjuna og undirritaður um íslenzku
kirkjuna. Gefur ritgerðasafn þetta gott yfirlit yfir andlegt líf
Norðurlandakirknanna fimm á nálægum tímum.
C. Skovgaard-Peiersen: nErfaritiger fra Prœkestolena, Khöfn 1921.
— Um þessa ágætu bók hefi ég áður ritað í Lögréttu, og skal
hér aðeins endurtaka áskorun mína þar til íslenzkra presta, um
að eignast bókina og lesa hana rækilega, því að hún á brýnt
erindi til allra þeirra, sem flytja eiga nútímamönnum fagnaðar-
erindi Krists.
Sami höfundur: »Tilbage til Gud. Fire Foredrage. Khöfn 1921. —
Efni þessarar ágætu bókar eru fjögur erindi hvort öðru ágætara,
haldin fyrir karlmenn í Khöfn haustið 1920. Fyrsta erindið nefn-
ist: Getum vér orðið gœfusamir án guðs? Annað: Hvers virði er
spiritisminn? Priðia: Hver var Jesús? Fjórða: Parf kristindómur
kirkjunnar endurbóla við? Svo sem menn sjá á fyrirsögnum þess-
um er efni bókarinnar næsta tímabært, enda svo með efnið farið,
að ánægja er að lesa erindi þessi svo ljós sem öll framsetningin er.
J. N. Farquhar: »Theosofien, dens Historie og dens Lœre«. Khavn
1919. — Hér er bók, sem prestar vorir hefðu gott af að kynna
sér rækilega og leikmenn ekki síður, þeir er áhuga hafa á slíkum
efnum. Hér hjá oss gerist guðspekiu ærið breið í sessi í seinni
tíð, en kynni manna af henni eru mest öll runnin frá guðspekis-
mönnum sjálfum, er tala einatt digurbarklega um ágæti stefn-
unnar og yfirburði yfir allar átrúnaðarstefnur aðrar, ekki sizt
kristindóminn eins og hann hefir verið og er kendur innan kirkj-
unnar. Bók þessi talar nú nokkuð á annan veg og bregður því
ljósi yfir guðspekina og uppruna hennar, sem mörgum mun
finnast ærið frábrugðið því, sem fylgismenn hennar hér á meðal
vor hafa lálið skína stefnu þessari til lofs og dýrðar. Bókin er
ágætlega rituð og ber þess áþreifanlegan vott, að hún er samin
af náinni þekkingu á sögu guðspekinnar, eins og hún birtist á
vorum dögum. Dr. J. H.
ytTeologisk Tidskrifl«. Gads Forlag. Köbenhavn 1920. — í þess-
ura árgangi rilsins er meðal annars sagt frá kirkjulífi í Noregi,