Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 171
166
Erlendar bækur.
Prestafclagsritið.
Báöar þcssar bækur eru gefnar út af H. Aschehoug & Co. í
Kristjaníu 1920 og sendar Prestafélagsritinu af útgefendum.
r>Fra dogme til cvangeliumej Eftir Emanuel Linderholm pró-
l'cssor. — Petta er norsk þýðing á ritgerð þeirri, sem nánar er sagt
frá hér í Prestafélagsritinu á bls. 85 nn. Getst þeim, sem óvanir
eru að lesa sænsku, þar kostur á að lesa hinar umþráttuðu skoð-
anir prófessor Linderholms á norsku máli.
riNy tid og gammel tro. Nogen smaastykker«. Eftir S. Brelte-
ville Jensen, kennara í kennimannlegri guðfræði í Kristjaníu. —
Efnið er: Um trú og trúarjátningu; hvernig við lítum á nýja
testamentið; kraflaverk og kristin trú; krislindómsfræðsla; á guð-
rækni Lúthers erindi til vor? — Sérstaklega er greinin um krist-
indómsfræðslu eftirtektaverð og á erindi til vor íslendinga á
þessum tíraum, eigi síður en til Norðmanna, hvort sem menn
cru höfundi i öllu saradóma eða eigi. Myndu margir prestar og
kennarar lesa grein þessa sér lil gagns og ánægju, eins og fleira
i ritinu. Höfundur er skýr í framsetningu og skrifar fjörugt og
alþýðlega í beztu raerkingu.
Bókaverzlun Cammermeyers í Kristjaníu er útgefandi þessara
tveggja bóka og hefir sent þær til umsagnar.
ííUtefra. Skildringer fra arbejdel blandt Madagaskars skogbebo-
ere — Tanala’ernea. Eftir trúboðsprest A. Olsen. — Norðmenn
hafa rekið trúboð á eyjunni Madagaskar síðan 1866, með mjög
góðum árangri. Höfundur ofangreindrar bókar hefir unnið þar
að trúboði um 13 ára skeið og skýrir í bókinni frá starfi sinu,
árangrinum af því og erfiðleikunum, sem við hefir verið að
striða. Er ánægja að lesa um þetta trúboðsstarf nágrannaþjóðar
vorrar. Ættu íslenzkir prestar að lesa bækur sem þessar og gera
sér far um að fylgjast sem bezt með í því, sem gerist á trúboðs-
sviðinu. Fátt vekur betur til umhugsunar og eykur áhuga en
góðar lýsingar á kristilegri slarfsemi áhugasamra manna, hvort
sem er iieima íyrir i kristnum söfnuðum eða úti á meðal hcið-
ingja. — Á dönsku kom út árið 1902 mjög góð almenn trúboðs-
saga eftir þekta danska prestinn Henry Ussing: »Illustreret Mis-
sionshistorie. Evangeliets Sejrsgang ud over Jorden. En historisk
Oversigt over den evangeliske Missions Udvikling«. Ætlu sem
flestir islenzkir prestar að eiguast þá bók. Eru slíkar bækur
ágæt hjálparmeðul við ræðugerð.
»Aand og /in«. Eftir dr. O. Hallesbj% prófessor i Iíristjaníu. —■
Höf. er einn af mikilhæfustu guðfræðingum íhaldsstefnunnar í
Noregi, og sá cr einna mest bar á í trúmáladeilunum þar á sið-
astliðnum árura. Ræðir þessi bók hans um heilagan anda og
áhrif andans i kristnu safnaðarlifi og i lifi kristins einstaklings.