Prestafélagsritið - 01.01.1921, Síða 172
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
167
Má þar kj’nnast útlistunura norsku ihaldsstefnunnar á eðli heil-
ags anda og starfsemi, á iðrun og trú, réttlætingu, endurfæðingu
og helgun.
»Lutherstiftelsens forlag« í Kristjaníu heflr gefið út þessar
tvær siðasttöldu bækur og sent til urasagnar, og auk þess tvö
smárit:
L. Dahle: »Fristelser og vov kamp mod demv, og Dr. Iheol.
Ludwig Ihmels: )>Vor iro paa Jesus Krislusv. — Er höfundur fyrra
ritsins mikils metinn fyrir trúboðsstörf sín á Madagaskar og
starfsemi heima lyrir i Noregi i þarfir norska heiðingjatrúboðs-
ins. En höfundur síðara ritsins er þýzkur prófessor, og rilið
tvcir fyrirlestrar, er hann liélt í Kristjaníu 1920.
í tímaritinu »Kirke og kullura, árg. 1920, eru margar góðar
greinar og ritgerðir. Meðal annars má nefna ágæt minningarorð
um Kristopher Bruun, um kristilegu stúdentahreyfinguna, um
kristilegu alheimsfundina í Genf i Svisslandi í fyrra sumar og
bræðralag kristinna kirkjufélaga o. fl. — Er timarit þetta eitl
með beztu tímaritum á Norðurlöndum, og ættu allir íslenzkir
prestar að kaupa það og lesa. S. P. S.
Lgder Brun: »Fader vor i lys af historisk forskning«. Krist-
jania 1920. — »Faðir vor — droltinlega bænin í Ijósi sögulegrar
rannsóknar« er aðalefni þessarar litlu bókar (107 blaðsíður) eftir
norska guðfræðinginn góðkunna dr. Lyder Brun prófessor. Bókin
er bæði stórhugnæm og fróðleg. Höfundurinn sýnir oss hvernig
bæn þessi er sögulega til orðin í þeirri mynd, sem vér eigum hana
nú. í nýja testamentinu eru sem sé tvær myndir hennar, önnur
lengri lijá Matteusi (6. kap.), hin styttri hjá Lúkasi (11. kap.).
Priðju myndina eigum .vér í ritinu »Ifenning liinna 12 postuIa«
frá 2. öld. Höf. hallast að þeirri skoöun, að Lúkasartextinn sé
upprunalegri, með því að fremur megi búast við því, að bætt
hafi verið inn i bænina einstökum liðum en að nokkurum lið
hafi verið slept, sem þar hafi upphaflega verið. En jafnframt
sýuir höfundurinn hvernig »Faðir vor« endurspeglar kenningu
Jesú og gyðingdóminu fyrir og um daga Jesú. Bókin er i þrera
köílum. Fyrst er stuttur, almennur kafli um »bænina í lífi Jesú
og prédikun«. Pvi næst er í raeginkafla bókarinnar bænin sjálf
rakin lið fyrir lið og gerð grein fyrir efni hennar og afstöðu
til hvorstveggja i senn, prédikunar Jesú og síðgyðingdómsins.
Loks er stuttur kafli um skýringar Lúthers á bæn þessari eins
og vér eigum hana í »fræðunum«.
Yfirleitt er þessi litla bók stórfróðleg og ágætlega skrifuð. Frá
upphafi til enda ber hún vott um lotningu höfundarins fyrir