Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 30

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 30
28 SJÓMANNADAGSBIAÐIÐ ÞEGAR ÉG GEKK FYRIR FORSETA að er alkunna, að Forseti ís- lands, frú Vigdís Finnboga- dóttir nýtur mikillar hylli með almenningi og hefur sú hylli far- ið sívaxandi af einkakynnum fólks af Forsetanum og ekki síður því, að Forsetinn hefur verið landi sínu og þjóð til mikils sóma hérlendis og þar- lendis. Einn morgun verður það, að Pétur Sigurðsson, formaður Sjómanna- dagsráðs og fleiri ráða, hringir til mín og segir formálalaust: — Þú verður að tala við Forsetann fyrir Sjómannadagsblaðið. — Forsetann með stórum staf? Sjá Napólí og dey síðan? — Já, Forsetann með stórum staf, þú mátt gjarnan skrifa allt orðið með upphafsstöfum. — Er ég næsta fórnardýrið? Þú fórst sjálfur um daginn að tala við Forsetann og komst aftur fársjúkur af Forsetaveikinni. (Þetta með For- setaveikina er þannig til komið, að ég var heldur andsnúinn núverandi Forseta, þegar hann var kjörinn, en síðan hef ég alltaf verið að rekast á menn, sem voru honum einnig and- snúnir, en hafa tekið algerum sinna- skiptum eftir eigin kynni af Forsetan- um. Ég sá ekki betur en þetta væri orðinn faraldur og kallaði hann For- setaveiki). — Forsetaveikin er upplífgandi sjúkdómur, sagði Pétur, Forsetinn á allt gott skilið af okkur í Sjómanna- dagssamtökunum, hann hefur bæði við mörg tækifæri látið hlýleg orð falla til sjómannastéttarinnar og hann hefur heimsótt Hrafnistuheim- ilin og glatt með því gamla fólkið, sem enn talar um heimsókn Forset- ans í fyrra á afmælisárinu. Og þú ætl- ar að skrifa um franskar skútur og þá verður þú að tala við Forsetann. Hann, er að ég best veit, eini íslend- ingurinn, sem rannsakað hefur hvað finnast kunni í frönskum skjalasöfn- um um íslandsveiðar Frakka. Þetta er alveg eftir þér, ferð sjálfur og talar um eitthvað skemmtilegt við Forsetannog sendir mig svo til að tala við hann um franskar skútur! Aðalgreinin í Sjómannadagsblað- inu átti einmitt að verða um franskar skútur og franskt skútulíf, af tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan síðasta franska skútan hvarf héðan af mið- unum, og fyrst þetta var nú svona, að Forsetinn okkar sat uppi með grund- vallarþekkingu á því efni, var ekki um það að þrátta; honum varð ég að hafa tal af. Ég átti fyrst í nokkru brasi við skemmtilegar konur á forsetaskrif- stofunni, V-2 og V-3 (Vigdís og Vil- borg). Ég er ruglaður í því hvor þeirra er nr. 2 og hvor er nr. 3. Það er eitthvað um það í Ein á Forsetavakt sem kom út fyrir jólin, en ég náði ekki að festa það með mér fremur en með strætisvagninn, sem er nr. 6 þegar ég fer með honum í bæinn, en nr. 7 þegar ég fer með honum heim. Annað „vaffið“ er gift gömlum kunningja mínum, sem ætlaði eitt sinn að breiða íslenskan saltfisk yfir heiminn, en hitt er gift gömlum við- skiptavini frá bóksalatíð minni og auk þess ættað úr Bolungavík, gott ef ekki blóðskylt mér. Við ætlum að rekja saman ættir okkar síðar við tækifæri ef við fáum til þess leyfi frá mökum okkar. Sameiginleg ætt- rækning karls og konu er nefnilega hættulegri en margur heldur. Þá sitja hjúin saman í sófa, hnén mætast og svo kollarnir þegar rýnt er í plöggin (stelling Daða og Ragnheiðar í Skál- holti) og maðurinn getur ekki gert annað við annan handlegginn en að leggja hann yfir herðar konunnar, og mega nú allir skilja að þetta er vara- samt verk. Ég átti sem sé góða að í viðtalsum- leitan minni við „aðal-vaffið“, V-I með rómverskri tölu. í fórum mínum átti ég bókina „Et- equette for Ladies and Gentlemen“, sem ég hafði keypt á stríðsárunum. Ekki man ég í hvaða skyni; ekki var ég þá í neinu tignarstandi, hausara- blók á togara og varla þörf fyrir bók- ina um borð eða á búllunum í Gríms- bæ. Þessi bók reyndist mér ógæfa. Hún var frá Viktoríutímanum. Svo rann upp sá dagur að ég fór í jakka frá Sævari og gekk á fund For- setans. Alla leiðina var ég að hafa upp fyrir mér virðuleg orð úr Viktor- íu-siðabókinni og setja mig í virðu- legar stellingar og þegar ég kom í biðstofuna í stjórnarráðinu var ég gegnsósaður af virðulegheitum. Það hefði ekki verið hægt að þekkja mig frá rekadrumbi, sem búinn var að velkjast lengi í hafi. Og svo kom Forsetinn. Tignarfólk sér ekki hvað maður hugsar, fremur en aðrir, og ekki sízt leynast hugsanir þegar augun er ekki lengur spegill sálarinnar, heldur orðin grámygluleg og þess utan ekkert lengur að spegla. Sálin orðin grárri en allt sem grátt er, ef ekki horfin. Forsetinn hefði snúið inn aftur ef hann hefði séð hvað ég hugsaði, og var það þó ósköp saklaust en ekki fyllilega passandi. Ég hugsaði rétt sisvona: — Já, satt segir Pétur, falleg er hún. — Nú er frá því að segja, að ég var dálítið uggandi um hversu hlýlega Forsetinn tæki á móti mér. Ég vissi að hann hafði orð á sér fyrir alúðleg- heit við háa sem lága, en ég hafði snemma á fyrra kjörtímabili Forset- ans skrifað rabbgrein í Lesbókina og lagt þar út af tilraun Forsetans til að afla markaðar fyrir íslenska menn- ingu í Bandaríkjunum, sem var í sjálfu sér frá mínum bæjardyrum séð rétt spekúlerað. Að reyna fyrst við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.