Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 31

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 31
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29 þá þjóð sem þykir opin og móttæki- leg fyrir undarlegum fyrirbærum. Og Forsetinn hafði með sér sýnishorn. Það er alkunna að Forsetinn er þeirr- ar trúar að íslensk nútímamenning eigi erindi til annarra þjóða og vill af því kynna íslenska tónlist, málverk og bækur, og sjálfur er Forsetinn því- líkur að hann gæti verið frá menning- arþjóð. Hann hafði af sínum þjóðleg- heitum brugðið yfir sig íslenskri lopapeysu í kalsaveðri og bar hana náttúrulega íslenskum prjónakonum til sóma, líkt og hann var listamönn- um þjóðarinnar til sóma. En allt fór nú öðruvísi en ætlað var. Það kom ekki ein einasta pöntun í íslenskt listaverk af neinu tagi, en beðið um skipsfarma af Alafosspeysum. Ég niðraði ekkert Forsetann í greininni, söm var hans gerð, en taldi mjög vafasamt að honum tækist að selja í útlandinu, þrátt fyrir sitt blíða bros, íslenska menningu. Ég er þó alls ekk- ert viss um að við séum ekki menn- ingarþjóð, það styður að minnsta kosti þá kenningu að við erum alltaf á hausnum. En líklega er menning okkar Islendinga menning hins góða meðallags, ekki hámenning, og í heimi samkeppninnar selst aðeins það besta — eða versta. Forsetinn kom nú fram og gekk til mín eða ég til hans, eða við hvort á móti öðru. Maður hugsar ekki svo ýkja skýrt í mikilli geðshræringu, og Forsetinn rétti mér netta hönd sína, sem ég læsti í krumlu minni, sem krepptist á unglingsárum og aldrei hefur náð að réttast. Hann sagði: — Sæll og blessaður. Þetta var allt annað en ég átti von á og kom flatt upp á allan minn orða- forða úr Viktoríu-siðabókinni. Það er einn kosturinn við að alast upp í sjómennsku, að maður getur brugð- ist hart við ef voði steðjar að. Ég færði vandann á hendur Forsetanum sjálfum og spurði: — Hvað ber manni að segja þegar Forseti þjóðarinnar segir „sæll og blessaður“? — Nú, sæl og blessuð! (Það geta fleiri verið snarráðir en sjómenn) — og svo brosti Forsetinn og brosið byrjaði í augunum eins og það bros gerir jafnan sem kemur innan frá, og breiddist út um andlitið og þaðan í gegnum brjóstkassann á mér beint inn í hjartað, þar sem það hreiðraði um sig. Ef ég hefði verið snjókarl hefði ég bráðnað í poll við fætur For- setans. Ég fann Forsetaveikina læs- ast um mig. — Þú vildir tala við mig um franskar skútur, sagði Forsetinn. Nú kom sér aftur vel að Forsetinn sá ekki hvað ég hugsaði. Ekki að það væri neitt ljótt, en líklega ekki frem- ur passandi en hið fyrra. Það var nefnilega rétt komið fram á varir mínar: „Nei, það vilég alls ekki leng- ur“, en ég náði því og jánkaði Forset- anum. Skútur voru það sem ég þurfti að ræða um við hann. Og Forsetinn bauð mér inn á skrifstofu sína og setti mig þar niður í stól og settist gegnt mér hinumegin í skrifstofunni. Við kölluðumst á og ég var öruggur með allar mínar hugsanir og hefðu þær þó vel mátt koma í ljós, því að ég hugs- aði allt gott um Forsetann og því meira sem lengra leið á samtalið. Fróðleikur hans var mikill um franskar skútur og franskt skútulíf, og hann blandaði frásögn sína skemmtilegheitum. Ég væri ekki hissa á því, þótt Forsetinn sækti það til hans afa síns, séra Þorvaldar í Sauðlauksdal, sem orti þessa vísu upp á vestfirsku þegar hann fékk orðu: Fálkatyrdill fenginn er, feikna virding telst mér það, en svarið yrdi ördugt mér, ef þú spyrdir fyrir hvað. Það hljóta að hafa leynst drjúg skemmtilegheit undir hempu þessa karls. Finnbogi Rútur Þorvaldsson var alinn upp í Sauðlauksdal og þekkti til Fransmanna, sem leituðu mikið inn á Patreksfjörð eins og alla Vestfirði og Finnboga hefur verið ljóst að ís- landsveiðar Frakka voru stór kapí- tuli í okkar þjóðarsögu, algerlega órannsakaður. Vigdís dóttir hans, fransk mennt- uð, hafði fundið fyrir þessari vöntun líka og haft áhuga á málinu. Faðir hennar hvetur hana nú til að taka sér hvfld frá kennslu og fara út til Frakk- Forsetinn á námsárunum í Frakklandi. Hverjum, sem mætti þessari stúlku, heföi dottið fyrst í hug: Skjalasafn og franskar skútur? Áreiðanlega engum í íslenskri sjómannastétt. lands og glugga þar í franskar skýrsl- ur, dagbækur og dagbækur skipa. Þar voru náttúrulega mestar heim- ildirnar að sækja í skýrslur sjóliðsfor- ingjanna á eftirlitsskipunum. Þeir færðu skilmerkilega skýrslur um ganginn í skútumennskunni á Is- landsmiðum. Þarna grúfði blessaður Forsetinn okkar sig yfir rykföllnum skjölum inni á rykföllnum söfnum með borgarlífið iðandi utan við gluggann. Ég sá hana fyrir mér unga og fallega konuna í blóma lífsins í þessu grúski og annarlega umhverfi. Nú hefur Forsetinn líklega séð að ég var að hugsa, því erfiðleikarnir við það koma alltaf fram á andlitinu á mér, það herpist allt við áreynsluna. Forsetinn hefur getið sér til um spurningu mína. Hann sagði án þess ég spyrði, að hann hafi verið orðinn þreyttur eftir erfið kennslustörf í tíu ár, og þurft að hvíla sig frá þeim. Svo þegar faðir Vigdísar hvatti hana og sagðist myndi styrkja hana til þessa verkefnis, tók hún því fegin, því að einnig henni lék forvitni á þessum Islandsveiðum Frakka, þjóðar, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.