Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 35
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
33
ÍSLANDSYEIÐAR FRAKKA
Paimpol á dögum Yves frænda.
Liðin eru 50 ár frá því að síðasta
franska skútan hvarf af íslandsmið-
um og lauk þar með stórfelldustu
sókn útlendrar þjóðar í skipafjölda
og mannafla. Þessa er minnst hér í
Sjómannadagsblaðinu með greinar-
flokki.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, ritaði formála fyrir bók-
inni Yves frændi, Islandssjómaður
sem út kom hjá Iðunni 1981. Þar seg-
ist Forsetanum svo:
s
gamla kirkjugarðinum við Suð-
urgötu í Reykjavík, friðsælasta
og grónasta reit höfuðborgar-
innar, rís hár minnisvarði. Öðrum
megin er þar klappað í íslenskan
stein: „II ne revint jamais. Une nuit
d’aout, lá-bas, au large de la sombre
Islande, au milieu d’un grand bruit
de fureur, avaient été célébrées ses
noces avec la mer“, - og hinum meg-
in sama stef á íslenzku: „Hann kom
aldrei aftur. Það var eina nótt í ágúst-
mánuði, að brúðkaup þeirra Ránar
og hans fór fram langt norður í höf-
um úti við ísland; var þar skuggalegt
umhorfs og hamfarir á alla vegu“.
Þetta er minnisvarði franskra sjó-
manna, sem farizt hafa við ís-
landsstrendur. Heimamenn reistu
þennan bautastein og ber hann öðru
fremur vott um að þeir hafa aldrei
látið sér finnast fátt um örlög er-
lendra manna sem leituðu sér bjargar
á sömu slóðum og þeir sjálfir. Til-
vitnunin er úr síðasta kapítulanum í
skáldsögu Pierre Lotis, „Á Islands-
miðum“, (Pécheur d’Islande), sem
hann skrifaði í Paimpol á Bretagne-
skaga, um það leyti sem siglingar
þaðan til íslands stóðu sem hæst á
síðari hluta aldarinnar sem leið. Þá
fannst varla það mannsbarn í þeim
hluta Frakklands, sem ekki vissi hvar
„eyjuna hvítu“ í Norðurhöfum var að
finna.
Bretagneskaginn í Frakklandi er
hrjóstugur eins og ísland, þegar
hafðir eru í huga aldingarðar megin-
lands Evrópu. Þar hafa lengi staðið í
návígi um hvor hefur betur, urð og
grjót, eða lifandi jurtir, sem neita að
gefast upp fyrir náttúru sem ekki er
reiðubúin að ausa af allsnægta-
brunni. Áður en nútímatækni í jarð-
rækt kom til sögunnar, mátti líkja þar
landgæðum við útræðisjarðir á Is-
landi. Undirlendi var þar og er mag-
urt, með þann munað þó, að fyrir
sunnan uxu og vaxa eplatré þar sem
hér sprettur berjalyng. Lífskjör fólks
á þessum tveim útkjálkum voru ekki
ólík, mikil fátækt búandans, ekkert
nema handafl til að nýta jörðina.
Meginbjörgin sótt til hafsins.
Bretónar horfa til vesturs á móti
Atlantshafi og í austurátt til Ermar-
sunds. Munnmæli herma, að íbyrjun
15. aldar hafi gengið á með fádæma
óveðrum og hafi þá miklar flóðbylgj-
ur í Ermarsundi sogað með sér út í
hafsauga allan stórfisk sem áður
dafnaði með ströndinni. Þá áttu
Bretónar ekki annarra kosta völ en
að leita lengra frá landi eftir fiski, út
á Atlantshafið. Á fiskisvæðum tóku
þeir mið af tveim eyjum, Nýfundna-
landi og íslandi og sóttu þangað lífs-
viðurværi og afkomu svo öldum
skipti. Fiskifræðingar hafa nú frætt