Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 35

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 35
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33 ÍSLANDSYEIÐAR FRAKKA Paimpol á dögum Yves frænda. Liðin eru 50 ár frá því að síðasta franska skútan hvarf af íslandsmið- um og lauk þar með stórfelldustu sókn útlendrar þjóðar í skipafjölda og mannafla. Þessa er minnst hér í Sjómannadagsblaðinu með greinar- flokki. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, ritaði formála fyrir bók- inni Yves frændi, Islandssjómaður sem út kom hjá Iðunni 1981. Þar seg- ist Forsetanum svo: s gamla kirkjugarðinum við Suð- urgötu í Reykjavík, friðsælasta og grónasta reit höfuðborgar- innar, rís hár minnisvarði. Öðrum megin er þar klappað í íslenskan stein: „II ne revint jamais. Une nuit d’aout, lá-bas, au large de la sombre Islande, au milieu d’un grand bruit de fureur, avaient été célébrées ses noces avec la mer“, - og hinum meg- in sama stef á íslenzku: „Hann kom aldrei aftur. Það var eina nótt í ágúst- mánuði, að brúðkaup þeirra Ránar og hans fór fram langt norður í höf- um úti við ísland; var þar skuggalegt umhorfs og hamfarir á alla vegu“. Þetta er minnisvarði franskra sjó- manna, sem farizt hafa við ís- landsstrendur. Heimamenn reistu þennan bautastein og ber hann öðru fremur vott um að þeir hafa aldrei látið sér finnast fátt um örlög er- lendra manna sem leituðu sér bjargar á sömu slóðum og þeir sjálfir. Til- vitnunin er úr síðasta kapítulanum í skáldsögu Pierre Lotis, „Á Islands- miðum“, (Pécheur d’Islande), sem hann skrifaði í Paimpol á Bretagne- skaga, um það leyti sem siglingar þaðan til íslands stóðu sem hæst á síðari hluta aldarinnar sem leið. Þá fannst varla það mannsbarn í þeim hluta Frakklands, sem ekki vissi hvar „eyjuna hvítu“ í Norðurhöfum var að finna. Bretagneskaginn í Frakklandi er hrjóstugur eins og ísland, þegar hafðir eru í huga aldingarðar megin- lands Evrópu. Þar hafa lengi staðið í návígi um hvor hefur betur, urð og grjót, eða lifandi jurtir, sem neita að gefast upp fyrir náttúru sem ekki er reiðubúin að ausa af allsnægta- brunni. Áður en nútímatækni í jarð- rækt kom til sögunnar, mátti líkja þar landgæðum við útræðisjarðir á Is- landi. Undirlendi var þar og er mag- urt, með þann munað þó, að fyrir sunnan uxu og vaxa eplatré þar sem hér sprettur berjalyng. Lífskjör fólks á þessum tveim útkjálkum voru ekki ólík, mikil fátækt búandans, ekkert nema handafl til að nýta jörðina. Meginbjörgin sótt til hafsins. Bretónar horfa til vesturs á móti Atlantshafi og í austurátt til Ermar- sunds. Munnmæli herma, að íbyrjun 15. aldar hafi gengið á með fádæma óveðrum og hafi þá miklar flóðbylgj- ur í Ermarsundi sogað með sér út í hafsauga allan stórfisk sem áður dafnaði með ströndinni. Þá áttu Bretónar ekki annarra kosta völ en að leita lengra frá landi eftir fiski, út á Atlantshafið. Á fiskisvæðum tóku þeir mið af tveim eyjum, Nýfundna- landi og íslandi og sóttu þangað lífs- viðurværi og afkomu svo öldum skipti. Fiskifræðingar hafa nú frætt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.