Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 49

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 49
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47 Fiskveiðiflotinn gæti því hafa verið verr mannaður eftir 1860, meira um liðléttinga, sem drógu niður meðal- afla á mann. Dæmi úr okkar skútu- sögu sýna, hversu mikils virði það var, að um jafngóða færamenn væri að ræða á skipum. Dráttur skipverja hefur náttúru- lega verið misjafn hjá Frökkum eins og okkar mönnum. A aflaskútunni Georg 1902, einni af stærstu skútun- um, eða 84 tonn, má sjá á skýrslum áranna 1900, 1901 og 1902 hversu geysilega misjafn færaafli manna var. Árið 1902 var fiskdráttur hæsta manns 8632 fiskar yfir allt úthaldið, vetrar-, vor- og sumarvertíð, en lægsta manns 2871 fiskur. Og það var ekki aðeins að hæsti maður drægi þrefalt fleiri fiska en sá lægsti, heldur dró hann miklu stærri fisk, eða til jafnaðar 5 kg fisk upp úr sjó, en sá lægsti 4 kg fisk. Þá var fiskþungi hjá hæsta manni 43,2 tonn upp úr sjó, en þeim lægsta 11,4 tonn. Misjafn út- haldstími hefur og getað ráðið nokkru um þennan einkennilega aflamun hjá Dunkirkurum. Þótt út- haldstíminn væri yfirleitt 6 mánuðir, þá varð þar á stöku breyting. Sem dæmi má nefna að árið 1840 kom til- skipan um að seinka brottför á ís- landsmið frá febrúarlokum eða marzbyrjun til 1. apríl vegna tíðra slysfara. Það mun þó hafa staðið stutt og úthaldstími oftast verið um 6 mánuðir, eða frá mánaðamótum febrúar og marz til ágústloka. Skipin máttu ekki halda seinna heim en 1.-10. september, eftir því hvort þau voru þá stödd á miðum sunnan- eða norðanlands. Þá hljóta saltbirgðir að hafa ráðið nokkru um úthaldið. Ef skip fengu ekki viðbótarsalt á úthaldstímanum urðu þau að halda heim fyrr en áætl- að var, en með aukinni sókn er lík- legt að flutningaskip hafi ekki verið tiltæk og skútur þá orðið að sigla heim á miðju úthaldi með eigin afla, ef hann reyndist mikill fyrri hluta tímans. Heimferðin hefur þá stytt tímann á miðunum um mánuð. Slíkt gæti einmitt frekar hafa átt sér stað eftir miðja öldina, þegar sóknin var mest. Þess eru dæmi eftir 1900 að Frakkar keyptu salt af íslenskum fiskimönnum úti á miðunum og greiddu fyrir með fiski, eða hinum algenga gjaldmiðli, víni eða kexi. Á skútum Dunkirkmanna var al- mennt 12-13 manna áhöfn og afli á skip þá verið mestur um 400 tonn yfir út- haldið, en minnstur rétt um 200 tonn. Á okkar skútum var fiskur talinn upp úr skipi og hann ekki veginn fyrr en hann var talinn fullstaðinn, og þá vigt- uð 240 kg í skippund sem áður segir. Það var einkum á fyrri hluta skútu- tímans, sem menn sóttu mikið í smá- fisk til að fá upp sem hæsta fiskatölu, en aflasæld skipstjóra var þá miðuð við hana. Þetta var illa séð og lagðist smám saman af. Eldeyjar-Hjalti tel- ur að almennt hafi farið 120-140 fisk- ar í skippund, 600 kg upp úr sjó en 160 kg af fullþurrkuðum fiski, sem kunnugt er, en í því ástandi var fiskur hvers skips aldrei veginn, heldur úr fiskstæðum af fullstöðnum fiski. í fiskverkuninni fór allur fiskur skip- anna í eitt. Hjalti miðar þarna við sunnlenzka vertíðarfiskinn á Sel- vogsbankanum og við Vestmanna- eyjar, en hann segir einnig að fiska- talan hafi getað náð 240 fiskum í skippund og það þá verið sumarfisk- ur, veiddur á smáfiskaslóð. Gils telur að yfirleitt hafi farið 150-60 fiskar í skippund og hefur hann þá miðað við það sem almennt var umhverfis land- ið og þá til jafnaðar allt úthald skip- anna. í aflaskýrslu kútter Georgs hér á eftir, árin 1901-1903, er bæði færð fiskatala allt úthaldið og skippunda- talan, og af því má sjá að fiskatala hefur verið til jafnaðar á því skipi allar vertíðir saman og heildarfiska- tölu deilt í heildarskippundatölu, 160-180 fiskar í skippund, og þá til jafnaðar 3,5 kg upp úr sjó. Vertíðar- fiskurinn hefur þá trúlega verið 4-5 kg en sumarfiskurinn 2-3 kg. Þorsteinn Þorsteinsson (Þorsteinn í Þórshamri), skipstjóri, hefur haldið þennan reikning. Hann átti Kútter Georg með þeim Tryggva banka- stjóra og Bjarna Jónssyni trésmíða- meistara. Kútter Georg var mikið aflaskip, 84 tonn. Skippundaþung- anum er hér breytt í fiskþunga upp úr sjó í tonnum, og eru þær tölur innan sviga. Árið 1900: Vetrarver- tíð 27.900 fiskar Vorvertíð Miðsumar- 27.800 túr 26.500 Síðasti túr 27.918 Samtals 110.118 fiskar að vigt 611 skpd. (3.666 tonn). Hæst- ur dráttur háseta allt úthaldið var 6.910 fiskar, að vigt 43 skpd. (25,8 tonn). Lægsti dráttur háseta var 3.051 fiskur, að vigt 43 skpd. (12 tonn). Dráttur skipstjórans var 2.724 fiskar, að vigt 19 skpd. (11,4 tonn). Árið 1901: Vetrarver- tíð 31.243 fiskar Vorvertíð Miðsumar- 31.800 - túr 40.400 - Síðasti túr 35.000 - Samtals 138.443 fiskar að vigt 812 skpd. (4.872 tonn). Hæsti dráttur háseta allt úthaldið var 8.721 fiskur, að vigt 51 skpd. (30,6 tonn). Lægsti dráttur háseta var 2.921 fisk- ur, að vigt 19 skpd. (11,4 tonn). Dráttur skipstjóra var 3.136 fiskar, að vigt 20 skpd. (12 tonn). Árið 1902: Vertíðar- fiskur 34.000fiskar Vorvertíð 37.000 — Miðsumar- túr 35.200 — Síðasti túr 29.050 — Samtals 135.250 fiskar að vigt 841 skpd. (5.046 tonn). Hæsti dráttur háseta allt úthaldið var 8.632 fiskar, að vigt 72 skpd. (43,2 tonn). Lægsti dráttur háseta var 2.871 fisk- ur, að vigt 19 skpd. (11,4 tonn), en dráttur skipstjóra var 2.000 fiskar, að vigt 13 skpd. (7,8 tonn). Skipstjórinn er í þessari skýrslu manna lægstur, og það var oft á skút- unum. Skipstjórar stóðu sig náttúr- lega ekki vansvefta, þar til rutl var komið á þá, eins og þeir hásetar áttu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.