Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 51

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 51
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 49 Drengir á fermingaraldri voru í áhöfn frönsku skútanna, og þá næst unglingar og rosknir menn. Franskir sjómenn að koma frá guðsþjónustu í franska Sjómannaheimilinu á Fáskrúðs- firði. verka fiskinn, og hún var: „reistir verði pallar og staurar, er naglar verði reknir í til að þenja út fiskinn á, og þurrka hann“, (Hefði þessi nagla- aðferð ekki reynzt seinleg?). Þótt litlar umræður yrðu fyrst í stað á Alþingi um þessa umsókn, ullu þær mikilli umræðu utan þings. Margir íslendingar mikluðu þetta allt fyrir sér og töldu frönsk fiskiskip miklu fleiri en Frakkarnir sögðu þau vera, eða allt að 400 og væri meining- in að fjölga þeim í 800 til 900 og þá væru Frakkar orðnir hér ekki færri en 10 þúsund og þótti það uggvænleg- ur fjöldi útlendinga, með fasta setu í landinu og við land. í Dýrafirði öllum bjuggu þá ekki nema 735 manns og á Þingeyri voru aðeins tvö heimili. Þótt áætlun Fakkanna væri trúlega ýkt, var það eðlileg skoðun, jafn varnarlausir og við Islendingar vor- um, og það gæti orðið erfitt að sporna við því að Frakkarnir færðu út kvíarnar, ef þeir fengju þá að- stöðu, sem þeir báðu um. Sumarið 1855 gerði Alþingi enga samþykkt um sjálfa umsóknina, vís- aði henni frá sér til dönsku stjórnar- innar, og málið lenti í hinu mesta þófi í tvö ár 1855-57. Vestfirðingar lögðust hart gegn þessari ráðagerð Frakkanna og voru þar fremstir í flokki útgerðarmenn og lá til þess þjóðernishyggjan en einnig að þessir menn óttuðust sam- keppni um vinnuaflið. Sá vöxtur sem kominp var í útgerð á Vestfjörðum gat kvoðnað niður, ef þessu stóra at- vinnufyrirtæki væri komið á fót á Vestfjörðum. Þá var það á hinn bóg- inn einnig skiljanlegt, að þeim þætti þjóðerninu stafa stórhætta af svo miklu fjölmenni karla með fasta setu í fámennum landshluta. Afstaða Jóns Sigurðssonar Alltaf er forvitnilegast að vita, hvernig Jón Sigurðsson snérist í hverju máli. Hann vildi að Alþingi fjallaði um umsóknina og hún yrði ekki afgreidd fyrr en að athuguðu máli. Kjartan Ólafsson gerir því skóna í ritgerð sinni, að hann muni hafa hugsað sér þessa ásókn Frakka, sem einskonar svipu á Dani, og viljað að Alþingi léti líklega við Frakka. Konungsfulltrúar á þingi snérust hart gegn beiðninni og töldu dönsku stjórnina lenda í miklum erfiðleik- um, ef Alþingi samþykkti umsókn Frakka. Frakkar og Englendingar áttu í stöðugum átökum um nýlendur á þessari öld, og það mátti ætla af hinni stóru áætlun Frakka að þeir væru að dulbúa herstöð á Islandi. Englendingar réðu orðið á Atl- antshafi norðanverðu og telja mátti víst, að þeir tækju það óstinnt upp fyrir Dönum að leyfa Frökkum þessa aðstöðu á íslandi. Danir vildu halda vinskap við þessi tvö öflugustu ríki Evrópu í þennan tíma, og það þá eflaust rétt að danska stjórnin yrði í slæmri aðstöðu ef Alþingi samþykkti beiðnina og málið kæmi þannig til kasta dönsku stjórnarinnar. Það er líklega tilgetið, að Jón hafi viljað hafa þetta mál á döfinni og Alþingi hraðaði sér ekkert við að neita. Danir hefðu gott af því að hafa sverð yfir höfði sér, og óttinn við að Alþingi samþykkti beiðnina, gat gert dönsku stjórnina eitthvað betri við- skiptis í íslenzkri stjórnbótarbaráttu. Jóni lék einnig mikill hugur á aukn- um verzlunarviðskiptum við Frakka, einkum að þeir afnæmu tolla af fiski og hefur þá viljað athuga hversu langt mætti teygja þá í viðskiptamál- unum, þótt að síðustu yrði neitað umsókn þeirra eins og hún lá fyrir. Jón Sigurðsson trúði sterkt á verzl- unarfrelsi til eflingar íslenzku þjóð- inni, og hefur talið, að íslenzkur sjáv- arútvegur myndi eflast með viðskipt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.