Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 54

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 54
52 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ svarta og kolsvarta skútulífsbók úr Frans. Við eigum fjölda sagna úr okkar eigin skútulífi á tíma Yves frænda, en þær mega allar heita ljós- gráar hjá þessari kolsvörtu bók og þykir okkur þó nóg um það harða mannlíf, sem víða er lýst að verið hafi á okkar skútum. Þar er þó alltaf eitt- hvað skemmtilegt krydd í grárri sög- unni, spaugileg atvik, kyndugir karl- ar og draugur, ef ekki annað til að punta uppá mannlífið. Við höfðum haldið að flest hafi verið líkt með okkar skútulífi og því franska, en þó heldur verra hjá okk- ur að segja um þrældóminn, vosbúð- ina, vondan matarkost og lífshásk- ann, og héldum það einnig fyrir satt, sem Vilhjálmur Þ. Gíslason segir í sinni sjómannasögu, að miklu meira hafi verið gert til heilbrigðis- og ör- yggis frönsku skútumönnunum en okkar mönnum. Ef ekki fylgdi sögu Yves frænda heimild, sem við getum ekki véfengt, þá hefðum við íslendingar líklega af- greitt sögu hans með því, að maður- inn hafi fæðst með dökk gleraugu og sagan því ekki marktæk, nema um hans eigið líf. Forseti Islands ritar formálann, sem fyrr segir, og telur að Yves líki ekkert um mannahafið, það hafi verið eins og hann lýsir. Þá er það ekki aðeins að Forsetinn hafi kynnzt karlinum sem hinum mesta sómamanni og trúverðugum, heldur hafði Forsetinn rannsakað frönsk gögn í skjalasafni og fundið þar heimildir, sem staðfestu sögu mannsins,að því er lýtur að mannlíf- slýsingum sögunnar. Við íslendingar hljótum því að velta því fyrir okkur, af hverju við héldum franskt skútulíf skárra en sagan lýsir. Nú er margt sem gæti stutt þá skoðun, að Yves lýsi verri hliðinni á þessu mannlífi, þar sem honum er yfirleitt ekki bjart fyrir augum í sögu sinni, fyrr en hann fær konuna. Þær gera ýmist konurnar eins og kunnugt er að lyfta mönnum eða sliga þá. Yves er ekki nema fimm úthöld á Islandsmiðum og nefnir aðeins tvær skútur til sögunnar, sem sagan gerist á, en hann mun þó hafa verið á fleirum, en þessar tvær eru greinilega hinar fyrstu og aðalskipin. Nú er það svo í fiskiflotum allra þjóða, að skiprúm eru ákaflega mis- jöfn og aldrei sama sagan af neinum tveimur, Yves getur hafa verið óheppin með skiprúm. Það mætti til dæmis ímynda sér það, að hann hafi strax í byrjun lent í slæmu skiprúmi. Föður hans hafði verið sagt upp plássi á öðru skipi vegna heilsubilun- ar, og því ekki ólíklegt að hann hafi orðið að sæta lélegu skiprúmi fyrir sig og son sinn. Síðan má heldur ekki gleyma því, að Yves hafði aldrei heyrt gott orð um þessar íslandsveið- ar í sinni heimabyggð, og ekki ann- að, en þeim fylgdi þrældómur, vos- búð, og lífsháski og hann byrjar sjó- mennskuna fullur haturs á þessu starfi, og það sannaði sig strax allt það versta sem hann hafði haldið. Hann lifir síðan í þessu hatri og sér allt með þeim gleraugum. Þá er og Yves pólitískt andsnúinn þessu lífi og rekur ógæfuna tii útgerðarmanna, sem mati krókinn á þrældómi fiski- mannanna. Enn er svo þess að geta, að höfundur bókarinnar leggur sig áberandi fram um að mála myndina sem svartasta fyrir frönskum lesend- um, sem öllu geta trúað um ísland og íslandsmið svo langt í norðri. En þótt við gefum okkur ýmsan frádrátt af þessu tagi, þá kemur það fyrir lítið, sagan verður svört eftir sem áður og þá er ekki annað að gera, en kryfja málið til mergjar í hverju sá misskilningur okkar Islend- inga liggi, að halda franskt skútulíf hafa verið nokkru skárra en okkar, en í reynd hafi það verið miklu verra. Við höfum enga ástæðu haft fyrr en með sögu Yves til að velta málinu fyrir okkur frá því sjónarhorni og þegar það verður nú gert, kemur í ljós, að það eru margar orsakir til þess að Frakkar eiga hér verra líf á miðunum en okkar menn, sem áttu þó ekki ofgóða ævina. Við höfðum aldrei þekkt nema yfirborðið á þessu franska skútulífi. Kynni okkar íslendinga voru mikil af frönskum skútumönnum, en ristu ekki djúpt. Skútur beggja þjóðanna lágu tíðum borð við borð á miðun- um, einkum á Selvogsbanka, og Is- lendingar gátu fylgst grannt með veiðum Fransmanna, og hvernig þeir stóðu að veiðiskapnum. Þá voru og kynnin einnig all mikil við land, margir Islendingar komu um borð í franskar skútur og sáu þar allan ytri aðbúnað og kynntust mat- föngum Frakka í verzlunarviðskipt- um, sem oftast voru á mat (kexi, brauði, víni og prjónlesi). Af þessum ytri kynnum til lands og sjávar höfum við íslendingar sem áður segir talið að aðstæður Frakk- anna hafi um margt verið betri en okkar skútumanna. Það var ekki allur munur á út- haldstímanum, en þess er náttúrlega að gæta, að þegar íslenzku skútu- mennirnir komu að landi til að leggja upp afla voru þeir innanum sína landsmenn og gátu fremur haft spurnir af vandamönnum sínum, en frönsku sjómennirnir. Okkar skútumenn voru margir hverjir allan úthaldstímann 6-7 mán- uði fjarvistum frá heimilum sínum eins og þeir frönsku. Þegar kúttera- tíminn hófst, var útgerð þeirra mest frá Reykjavík, og Reykjavíkurskút- urnar voru mannaðar mönnum vest- an af Fjörðum, eða austan yfir Fjall, eða mönnum sunnan af Strönd. Þess- ir aðkomumenn fóru ekki heim til sín á úthaldstímanum, nema nokkur mannaskipti gátu orðið á skipunum í lok vortúrsins í enduðum maí, eða byrjun júní, þegar stöku menn fóru heim til að sinna búhokri sínu. Islenzkir skútumenn bjuggu við meiri þrengsli en þeir frönsku. Á okk- ar skútum 50-60 tonna voru 12-13 menn eða jafnt og á frönsku 100 tonna skútunum, og á okkar 80-100 tonna skútum voru 22-24 menn eða álíka og á frönsku 200 tonna skútunum. Matarkostur okkar manna virtist lakari en Frakkanna, eða sem nemur muninum á þrumara og margaríni og biskví og „hinu ljúffenga franska brauði, sem engan átti sinn líka“, segir um pompólabrauðið í formála Forsetans, og Þorbergur Þórðarson segir Skaftfellinga hafa hirt það brauð sjóblautt á rekaströnd og étið með góðri lyst, eftir að hafa þurrkað það í sólskini. Það sjá allir að þetta hlýtur að hafa verið gott brauð, sem ætt var eftir þessa meðhöndlun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.