Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 63
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
61
ef þeir þá orðuðu hana. Það stóðu
allir frívaktir í óðum fiski, en annars
gátu menn yfirleitt ráðið því, hvað
þeir stóðu mikið. Og það var ekkert
sérlega erfitt að skaka fyrir fullfrísk-
an mann, menn gátu létt sér það verk
með ýmsu móti. Ef menn tóku að
þreytast í hægri handlegg, þá var
auðgert að skipta um hönd, einnig
léttu menn á handleggjunum með því
að vinda til skrokkinn og þá kom
ekki allt átakið á handlegginn og svo
var alltaf það til að kippa spotta inn
af færinu, svo að tryggt væri að öngl-
arnir væru lausir frá botni og setja þá
fast á vaðbeygjuna og fá sér í nefið,
eða fá sér kaffisopa, þetta hét að
„móka“ og viðgekkst á skaki jafnt
hjá Frökkum sem Islendingum og
Færeyingum. Trúlega bregður orð-
inu „örmagnan" hvergi fyrir í ís-
lenzkra manna skútusögum í sam-
bandi við færadrátt en menn gátu
náttúrlega gefizt upp af ýmsum
ástæðum einkum þá ef eitthvað bil-
aði þá við langvarandi erfiði af ein-
hverri veilu í skrokknum en ekki ör-
magna.
En þótt ekki væri svo slæmt streðið
að menn væru sífellt örmagna, þá
voru færaveiðarnar ákaflega slítandi
veiðiskapur og margur bilaði fyrir
aldur fram í fótum eða baki og svo
settist helvítis gigtin í langþreyttan
og slitinn skrokkinn. Vökurnar
gengu nærri mönnum, þeim sem
kappsfullir voru og stóðu frívaktir
meðan þeir gátu slitið upp einn og
einn fisk; fóru ekki niður í lúkar fyrr
en þeir töldu sýnt að fisk hefði alger-
lega tekið undan. Þessir menn voru
aldrei svo vansvefta, þegar þeir loks
fóru í koju, að þeir ekki vöknuðu, ef
þeir sem á vakt voru á dekki, fóru að
draga, sama hvað dekkvaktin reyndi
að fara hljóðlega; það var ekki verra
að vera búinn að draga nokkra fiska
áður en kojuvaktin ryddist öll upp og
fá þannig dálítið forskot á keppinaut.
Það var venjulega stýrimaðurinn eða
skipstjórinn, sem létu ræsa kojuvakt-
ina ef fiskur virtist ætla að gefa sig til
eitthvað að ráði, en þess þurfti sjald-
an með áköfustu færamennina. Þar
gilti einu, hversu hljóðlega var farið,
Ledda (sakka) skall óvart í síðuna
hjá einhverjum og síðan önnur og svo
sú þriðja, en þá var undirvitund hins
mikla færimanns búin að fá nóg skila-
boðin og hann hentist hálfsofandi
framúr kojunni og á sokkaleistunum
upp í lúkarsgat og þá blasti við hon-
um nýblóðgaður fiskur á dekki og
einhver að draga eða fleiri og þar
með var hann komin að færi sínu á
ný. Þannig gekk það til á skakinu.
Það sem bjargaði því að þessir
ákafamenn ekki drápu sig langt fyrir
aldur fram var það sem fyrr segir að
fiski kippti undan alltaf annað veifið,
og mennirnir gátu þá fengið sér
hænublund, en einnig, að það var
ekki hægt að vera við færi í vondu
veðri. Kútterarnir stóðu vel á, það
er, héldust vel að vindi, flatrak ekki
strax þó gjólaði, og það var hægt að
vera að á þeim í talsverðum kalda, en
ekki meira en 5 vindstigum eða svo
að neinu gagni. Skonnorturnar fóru
fyrr að flatreka og þegar skip voru
farin að reka ört flöt undan var úti
um skakið í það skiptið. Þá fór að
glæja of mikið, færið lá ekki lengur
niður með síðunni, heldur langt úti í