Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 66

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 66
64 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ baráttu, þar sem sálarlíf skútunnar Áróru, hugrekki hennar og baráttu- vilji kemur við sögu. (Ekki erum við íslendingar á móti því að eigna skip- um sál, en við höfum aldrei lagt í að gefa þeim skynsamlega hugsun, en Áróra vissi — og Áróra hafði lært — þarna örlar á nýtt embætti fyrir há- skólamann — skipasálfræðing). „í þessari ringulreið á hjara heims, þar sem allir kraftar höfðu lausan tauminn, blandaðist saman dynur hafs og himins. Himinninn var allur undirlagður af æðandi storminum sem öskraði í hamagangi sínum yfir tindum Vatnajökuls. Og rigningin slóst í bandalag til að láta ekki sitt eftir liggja í ofsanum og hver hryðja lamdi af heljarafli eins og það rigndi steinum. Sjórinn var hinsvegar ekki orðinn annað en ógnarlegur suðu- pottur, rétt eins og einhver illur andi hefði í djúpum hans kveikt vítiseld sem velti bylgjunum áfram eins og þéttri sauðahjörð sem lék sér að Ár- óru, lyfti henni ósjálfbjarga upp á öldukambana áður en hún féll djúpt í öldudalina, í skrúfstykki sem þjarm- aði í hvert skipti æ meira að stynjandi skipsskrokknum. Engu að síður stóðst skútan og endurgalt hvert högg þessa vitfirrta hafs sem æddi áfram í banvænum ofsa, hún beitti stefninu og skar hverja tröllvaxna holskeflu sem beit hana í síðurnar, hristi siglutrén eða kubbaði sundur eitt af þessum meg- inlíffærum. Áróra hafði svo sem kynnst öðrum stórviðrum eins miskunnarlausum og þetta var. Ur hverri slíkri raun hafði hún komið með fullum heiðri, stundum særð, en aldrei sigruð. Þá var það nóttina 21. febrúar 1912, að hún átti enn í höggi við þennan gamla óvin sinn, fárviðrið, ein gegn þessari hrikalegu náttúru. Eftir langa reynzlu á íslandsmið- um vissi hún vel hve tilgangslaust var að berjast djarflega af sínum veika mætti gegn ofurvaldi höfuðskepn- anna sem voru í samsæri um glötun hennar. En hún hafði einnig lært hve áhrifarík var sú list að víkja sér und- an, bera fimlega af sér höggin blindu sem óvinurinn sló hana. Þannig beitti hún brögðum, þóttist sætta sig við að hrekjast undan vindi, eins og til að færa sjálfviljug síðustu fórnina, en þegar hún var að því komin að týnast, brá hún hart við eins og stór skepna í nauðum sem vildi ekki deyja. Og í sama mund hófst miskunnarlaus bardaginn aft- ur. Um borð lifðu menn vakandi martröð utan við tímann sem varð að engu í þeirri skelfingu sem bjó um sig í hverjum manni, skelfingu sem tak- markaði allar athafnir við frumstæða lífsviðleitni og kom af stað margs- konar hrópum og formælingum. Menn skömmuðu fárviðrið sem þeim fannst að hefði sál, hræktu sannleik- anum framan í það, þetta skrímsli, vesæll maður gegn óhemjunni. Og ef Guð og María mey voru ákölluð í þessum æðislegu hrópum, þá var það til að tengja nöfn þeirra einhverju krassandi áhersluorði sem hefði hneykslað frjálslyndasta prest á Bretaníuskaga. I káetunni hafði Yves hniprað sig saman steinþreytt- ur í kojunni sinni án þess að gefa sér tíma til að fara úr fötunum, og þann- ig hvíldist hann í sömu stellingu og svefninn hafði yfirbugað hann. Þær höfðu verið gífurlega erfiðar, þessar átján stundir sem þeir höfðu staðið við fiskdrátt í striklotu meðan nokkur beit á, en fengu sér aðeins þurrt kex með fleskbita til að hressa ofurlítið upp á kraftana, og gleyptu þetta milli þess sem þeir köstuðu út færinu sem að bragði þurfti að draga upp þungt af þorski sem braust um, bölvaður skálkurinn ... En hvílík veiði og hvílík blessun, þrjár vikur fyrir heimförina til Bretaníuskaga, þessir tvö þúsund og fimm hundruð þorskar sem kapteinninn hafði skráð á nafn hásetans Yves Le Roux. Það yrði dágóð fúlga sem hann fengi mömmu sinni í hendur. En þessa stund var hann út úr heiminum, hann dreymdi, eða réttara sagt hafði hann martröð, yngsti hásetinn á Áróru. Skipið veltist um í miklu fárviðri og við hverja báru kastaðist Yves að vöntunum og herðar hans skullu hart á þeim. Hann hefði þurft að geta safnað nógu miklum kröftum til að rífa sig upp úr svefninum, opna aug- un til að losna við þessa martröð sem herjaði í höfði hans. Hann mátti til, en mikið var erfitt að lyfta þessum augnalokum, þungum af þreytu... Hið fyrsta sem hann sá hallast yfir sig líktist andliti, sem var í upphafi ó- greinilegt, en varð smám saman greinilegra eftir því sem hann komst til raunveruleikans, og þetta andlit, sem var markað skelfingu, var andlit eins af skipverjunum Loksins ertu vaknaður! Ég er búinn að hrista þig í langan tíma... Þú verður að koma upp og hjálpa til, það er skollið á brjálað veður og hætta á, að illa geti farið... Það er auðvitað ekki skylda þín, miðað við reglurnar og aldurinn á þér, en þegar svona stendur á... Og satt var það, veltingurinn var á allar hliðar í káetunni sem upplýst var flöktandi skini frá óðri skipslukt- inni. Já, já, ég kem. Er það satt, að við séum í hættu? Meiri en þú heldur... Ef við slepp- um, þá er það hundaheppni... Þeir urðu að grípa dauðahaldi í hverja rim til að geta klifrað upp stig- ann sem lá upp á þilfarið, því skipið veltist eins og það væri komið í svim- andi hringiðu. Þegar upp kom, gerði Yves sér fulla grein fyrir harmleiknum sem fram fór. Það voru sárir líkamir í föt- um sem voru gegnblaut af ísköldu vatni, hendur þeirra stífar í freðnum vettlingunum, fætur og fótleggir holdvotir í klossastígvélunum, and- litin veðurbitin í þessu syndaflóði sem steyptist yfir úr öllum áttum, þannig börðust skipverjarnir á Ár- óru. En öllum þeim sársauka sem herj- aði um líkamann, kramdi vöðvana, stakk í augun og nagaði húðina, hon- um gleymdu þessir menn sem voru fallnir niður á stig dýrsins, þar sem einungis réð frumstæð hvötin til að berjast fyrir lífi sínu. Um sársaukann gátu þeir hugsað seinna, ef yfirleitt yrði um eitthvað seinna að ræða, — en eins og sakir stóðu urðu þeir að bjarga lífi sínu, draga hrör sitt úr þessari æðandi ógn. Ekkert annað skipti máli. Og gagnvart því voru þeir eins og hundelt veiðidýr, mesta öryggið var í því fólgið að gefa sig alveg á vald eðlislægri skynsemi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.