Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 77

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Qupperneq 77
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 75 i Dunkirkskúta á íslandsmiðum. Dunkirk-úthafsskútur virðast hafa verið ámóta skip að gerð og seglbúnaði og kútterar okkar voru, en talsvert stærri, einkum Iengri. Eðlilegt sýnist að margt yrði líkt með Dunkirkurum og bæjum á austurströnd Englands, þar sem hvorir tveggja sóttu í Norðursjó. sögunni var móðurbróðir rithöfund- arins. Þess munu hafa verið fádæmi, að Frakkar færu að konum eins og lýst er í sögunni). „Það var eitt sinn að vorlagi, að Fransmenn margir komu að Mýrum. Voru þeir af tveimur skútum, og vildu skipstjórarnir kaupa naut af Guðmundi bónda Brynjólfssyni. Var skipstjórunum boðið til stofu, en menn þeirra voru á rjátli úti við. Mýrabræður voru allir heima, nema Brynjólfur. Franklín mun ekki hafa verið nema tíu ára gamall og Guðni fimmtán, en Jón og Guðmundur Hagalín höfðu náð fullum þroska. Meðan Guðmundur Brynjólfsson sat á tali við skipstjórana frönsku, varð Guðmundi Hagalín gengið út og niður af bænum. Heyrði hann þá hrópað á hjálp, brá skjótt við og hljóp niður að fjósi, því að þaðan heyrðist honum kallið koma. Þegar þangað kom, sá hann Fransmann, sem hafði varpað niður ungri stúlku og gerðist við hana ærið fjölþreifinn. Guðmundur þreif Fransmanninn, þaut með hann að fjóshaugnum og stakk honum þar á höfuðið ofan í mjúka mykju. Hinir Fransmennirnir sáu þessar aðfarir, og komu tveir þeirra til bjargar félaga sínum, en um það bil tuttugu manns þustu að Guð- mundi Hagalín og réðust á hann. Þeir urðu léttir í höndum hans, en þó má ætla, að hann hefði verið ofurliði borinn, ef honum hefði ekki borizt hjálp. En Guðmundur Franklín hafði séð aðfarir Fransmannanna, og kallaði hann þegar á þá Jón og Guðna. Þeir voru fljótir til liðs við bróður sinn og ruddust inn í hópinn, og sneru þeir bökkum saman Jón og Guðmundur Hagalín, þrifu sinn Fransmanninn hvor og notuðu sem barefli á hina. Guðni gekk og hart fram, og Franklín hafði náð sér í lurk, er hann notaði sem barefli. Hoppaði hann í kringum hópinn og gerði skyndiárásir, ef hann sá ein- hvern bræðra sinna í sérstakri hættu. Eitt sinn sá hann, að einn af Frans- mönnunum hugðist leggja hnífi bit- urlegum í bak Guðna. Þaut drengur- inn þá til og slæmdi lurknum á hand- legg þeim franska, og rak sá upp óp mikið. Ekki leið á löngu, unz flótti brast í lið Fransmannanna, og lauk viðureigninni með frægum sigri þeirra bræðra. Sumir þeir frönsku voru ærið seinfærir og þeir lágu í valnum, sem notaðir höfðu verið sem barefli. Umþaðbiþsembardag- anum lauk, komu þeir út, skipstjór- arnir og Guðmundur Brynjólfsson. Varð ærið þung brúnin á Mýrabónd- anum, þegar hann heyrði málavexti, og vildi hann engin skipti eiga við Fransmennina, en krafði þá bóta til handa stúlkunni. Skipstjórarnir mölduðu í móinn og bentu á þá, sem lágu í valnum, en þeir Jón og Guð- mundur Hagalín tóku að láta ófrið- lega — og spurði Hagalín föður sinn: „Skal greiða þeim atlögu, faðir vor?“ Þeir frönsku sáu, að Mýrabræður voru tii alls búnir, og guldu þeir nokkra upphæð til stúlkunnar. Síðan fóru Frakkar til báta sinna og báru og drógu þá með sér, sem ekki voru ein- færir um að komast til sjávar. Mýrasystur voru engu síður táp- miklar en bræður þeirra, og að lík- amlegu þreki voru þær einstæðar, enda iðkuðu þær aflraunir með bræðrum sínum. Þegar Guðni kom heim úr skóla, kominn fast að tví- tugu, reyndu þau handstyrk sinn, hann og Bjarney, systir hans, og veitti henni betur. Þá mælti Bjarney: „Þú kvað þykja sterkur í skóla, bróðir, og ert þó ekki enn orðinn kvensterkur!“ Og Hagalín hefur fleira skemmti- legt að segja af fransmönnum, og enginn kunni betur skemmtisögu að segja en hann. Þá er ég kom norður, lágu nokkrar franskar skútur á Haukadalsbót, og franskir sjómenn voru að taka vatn í árósnum. Þá var og slangur af þeim á reiki um kambinn, bæði í nánd við ána og eins úti við búð Matthíasar Ólafssonar. Áður fyrrum hafði mesti fjöldi franskra fiskiskipa leitað á Dýra- fjörð. Þau höfðu oftast lagzt annað- hvort á Haukadalsbót eða fram und- an Bakka, sem er á norðurströnd fjarðarins, svo að segja beint á móti Þingeyri. Frönsku skúturnar komu einkum inn til þess að taka vatn og hagræða ýmsu, sem aflaga hafði farið í vetrarstormunum, en sjómennirnir frönsku áttu samt ýmis skipti við landsmenn. Þeir keyptu af íslending- um prjónles, einkum vettlinga, og stundum keyptu þeir kjöt. í staðinn létu þeir fyrst og fremst brauð, en einnig kartöflur, salt, rauðvín og konjak. Bezt þótti brauðið frá þeim skipum, sem gerð voru út frá borg- inni Paimpol. Það brauð var ekki ósvipað skonroki í laginu, en kök-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.