Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 80

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 80
78 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Franskir sjómenn um borð í skútu sinni á íslandsmiðum. aðir. Ég gerði mér þær hugmyndir, að þetta væru afkomendur hinna norrænu manna, sem settust að í Norður-Frakklandi á víkingaöldinni. Næstum allir Fransmennirnir voru illa og tötralega búnir, og hreinlæti virtust þeir stunda enn síður en flestir íslenzkir sjómenn í þann tíð — og var þó hreinlæti þeirra mjög ábótavant, enda var vatnsskortur hvorum tveggja góð og gild afsökun, en auk þess híbýlin svo þröng, að illt var að koma þar við hreinlæti. Ekki sá ég, að Fransmennirnir öbbuðust upp á nokkurn mann í Flaukadal, og voru þó ýmsir þeirra meira og minna ölv- aðir, en stelvísir voru þeir, og þá einkum á fatnað. Sagt var líka, að þeir væru gjarnir á að stela hvolpum. Þeir skröfuðu mikið og pötuðu þá og bentu, ypptu öxlum og skældu sig á ýmsan hátt. Þótti okkur bræðrunum, sem vorum þeim með öllu óvanir, mjög gaman að virða þá fyrir okkur og hlusta á buldrið í þeim, en þeim, sem uppaldir voru í Haukadal, fannst allt minna um vert. Fransmennirnir voru með afbrigð- um barngóðir, og var Ólafur, bróðir minn, orðinn vildarvinur fransks beykis, sem var við árósinn á hverj- um degi í heila viku — eða jafnvel lengur. Hann sló botna úr tunnum, setti nýja stafi í þær, sem laggbrotnað höfðu í meðförunum, þétti spons og sló botnana í, jafnóðum og tunnurn- ar höfðu verið fylltar af vatni. Var vatnið tekið í lygnu niðri undir kambi, en ofan við lygnuna voru ösku- og ruslhrúgur öllum sjáanleg- ar, og þótti okkur undarlegt, að þeir frönsku skyldu taka þarna neyzlu- vatn. Ólafur stóð löngum og löngum hjá beykinum, spurði og benti og beykirinn svaraði, pataði með tækj- um sínum, yppti öxlum, ranghvolfdi augum, skældi sig og hló, og Ólafur kinkaði kolli, spurði eða sagði sínar skoðanir, allt á hreinni íslenzku, og beykirinn talaði sitt móðurmál. Virt- ist báðum þykja samtalið mjög svo ánægjulegt. Ólafur sagði okkur, að beykirinn ætti konu og fimm börn, dreng á aldur við Gísla og annan yngri, en hin börnin væru telpur, sú yngsta í vöggu, og konan hans hefði verið nærri dáin, þegar hún hefði átt þessa stelpu. „Hvað ætli þú hafir skilið hann svo, að þú vitir þetta?“ sagði ég og skellti í góm, þegar Ólafur var að fræða mig á þessu, daginn sem ég kom að vestan. „Hvernig ætli ég viti þetta? Víst veit ég það! Hann, sem fleygði sér niður og lagði aftur augun og stundi, þegar hann var að segja mér frá þessu — og svo gretti hann sig hreint allan og hristi höfuðið, og ég hélt hann ætlaði að fara að gráta.“ Ég gafst upp, þegar þessi rök voru borin fram. Daginn eftir komu mína tilkynnti Ólafur móður sinni, að hann hefði boðið beykinum sínum upp á kaffi, og móðir mín lét það gott heita. Svo kom þá beykirinn og hafði með sér stóran klút, fullan af brauði. Honum var boðið til stofu, og þar sat hann og buldraði, leit á mynd af Lúther, hristi höfuðið og signdi sig, og móðir mín, sem hafði mikið dálæti á Lúther, afsakaði þann franska: „Hann veit ekki betur, þessi smán, svo að það er annað með hann en fíflin hérna fyrir sunnan, sem eru að snúast á sveif með þeim katþólsku.“ Ég sótti einhverja bók, sem í var mynd af Napóleon fyrsta. Hann skoðaði um stund myndina, án þess að svipbrigða yrði vart á andlitinu. Síðan kinkaði hann kolli, leit á okkur og stundi. Hann virtist mjög sorg- mæddur og andagtugur. Svo ýtti hann frá sér bókinni og signdi sig. Ég var í þann tíð mjög hrifinn af Napó- leon, og svip og signingu þess franska tók ég þannig, að hann harmaði mjög örlög hins mikla keisara og blessaði með sjálfum sér minningu hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.