Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 101

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 101
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 99 það kallað, þegar bugtir eru lagðar á keðjunni svo að hún sé klár til að renna út, ef með þarf. Við töldum rétt að athuga hvað nú væri á seyði og fórum upp, en sáum engan mann og ekki að hróflað hefði verið við keðjunni og hurfum við því aftur niður. Sama sagan endurtók sig nærri strax og varð okkur ekki vært niðri fyrir látum ofan dekks. Sá okk- ar sem reyndastur var sagði nú: Þetta hlýtur að vera nissinn, Hann vill að við gerum eitthvað . . . Okkur kom saman um, að hann vildi þá að við stikkuðum meira út af keðju og varð það að ráði að við brut- umst upp, stikkuðum stjórnborð- skeðjunni á enda til og létum bak- borðsakkerið falla líka og stikkuðum þeirri keðju einnig á enda. Þegar við höfðum gert þetta, en þetta var illt verk í myrkrinu og ofviðrinu en við illa haldnir, töldum við að nú hlyti nissinn að vera ánægður, ef hann hefði viljað okkur þetta og fórum niður og hreiðruðum um okkur og varð okkur nú ekki neitt til ónæðis ofan af dekkinu, það sem eftir lifði nætur. Um morguninn 7. apríl, hörmu- legasta slysadag þessarar aldar, var afspyrnuveður af vestri og gekk á með svörtum éljum og skóf sjóinn á höfninni. Ekki vorum við í neinum vafa um það, að hefðum við ekki látið bæði akkerinn falla, væri skútan komin á land og við þá allir. Nokkru fyrir hádegið sást milli élja, hvar skip kom siglandi fyrir utan eyjar. Það hafði uppi messan og fokku. Það virtist ekki láta fyllilega að stjórn með þessum seglabúnaði, en stefndi inn á Viðeyjarsund. Þetta var Ingvar og þarf ekki að rekja þá sögu, svo alkunn sem hún er. En því gleymi ég vitaskuld aldrei, að ég horfði þarna svo sem fjölmargir aðr- ir, því að múgur manns safnaðist nið- ur á höfn, á hvern manninn af öðrum týnast úr reiðanum. Þeir forðuðu sér fyrst upp í forvantinn eftir að skipið strandaði á Hjallaskerinu, en svo held ég að þetta sker heiti, sem Ingv- ar strandaði á, eða réttara sagt barst á, því að hann hafði látið akkerin falla, en þau héldu ekki fyrr en að skerinu kom, þá héldu þau og héldu vel því þau héldu skipinu á skerinu. Ef þau hefðu ekki verið úti hefði skipinu skolað inn af skerinu og bor- izt á land í Viðey og mannbjörg þá orðið, að minnsta kosti einhver. Við unglingarnir á Hafsteini vor- um uppi allan tímann meðan þessi harmleikur gerðist, en forðuðum okkur svo niður, skjálfandi af kulda og miður okkar af sultinum og hinni hörmulegu sjón.. Ekki virtust horfur á batnandi veðri. Veðurofsinn hélzt líka hinn sami alla nóttina. Þegar skammt var liðið nætur, heyrðum við mikinn fyrirgang í segllestinni. Milli hennar og lúkars- ins var aðeins þunnt þil. Svo mikil urðu þessi læti, að við héldumst ekki við í lúkarnum. Okkur hafði flogið í hug að fara aftur í káetu, því að þær færi betur um okkur, en káetan var fyrir yfirmennina og við strákarnir veigruðum okkur við, að gerast svo djarfir að leggja hana undir okkur og höfðum því heldur hírst frammi í lúk- arnum, en nú kom okkur saman um, að þar væri ekki vært lengur og færð- um við okkur afturí. Ekki vorum við fyrr komnir afturí en við fundum eldspýtnastokk í koju stýrimannsins og gátum nú kveikt ljós á lampa, en frammí höfðum við orðið að dveljast í svarta myrkri. Það var strax bót að ljósinu og hitanum, sem frá því lagði, káetan var minni en lúkarinn og hlýrri og leið okkur miklum mun betur þarna. Það kom okkur saman um, að þarna hefði nissinn verið að verki og hefði hann hrakið okkur úr lúkarnum að yfir- lögðu ráði okkur til góðs. Um morguninn þann 9. apríl tók veður að batna og um hádegisbilið var orðið fært milli skips og lands og vorum við þá sóttir og var þá lokið þeim hrakningi sem hófst 27. marz. Skipstjórinn tók á móti okkur í landi, hrósaði okkur fyrir að hafa látið bæði akkerin falla í tæka tíð, því að það hefði bjargað bæði okkur og skipinu, en við sögðum sem var, að það hefði ekki verið að okkar ráði gert, þó að við gætum ekki sagt, hver það var, sem réð okkur til þess. Á Sjómannadaginn Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaöaróskir á hátíðisdegi þeirra. Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.