Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 105
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
103
Sjómannadagurinn á ísafirði
— 50 ára 1988 —
Kór Bolvíkinga og ísfirðinga. Nú þykir mér týra. þeir eru farnir að syngja saman. Síðast þegar þeir sungu hvorir fyrir aðra var þegar
Hannibal var fluttur milli staða. Þá kom Sunnukórinn út í Vík um morguninn og söng þar í stúkuhúsinu fyrir Bolvíkinga, en
Bolvíkingar sungu um kvöldið í tugthúsinu á ísafirði fyrir ísfirðinga.
*
Sjómannadagsblaðinu 1979 er
40 ára sagan rakin fram til 1978
og þar getið stofnunar dagsins
og helstu manna, sem við þá sögu
koma, og síðan stjórnarmanna á tím-
anum 1938-78 auk nokkurra sem
mikið störfuðu að málefnum Sjó-
mannadagsins á þessu tímabili. Hér
verður sagan stuttlega rifjuð upp og
þess getið, sem við er að bæta síðustu
10 árin. Svo segir í fundagerðarbók
um upphaf Sjómannadagsins á Isa-
firði:
Árið 1938 var Sjómannadagurinn
fyrst haldinn hátíðlegur hér á Isafirði
af Skipstjórafélaginu, Vélstjórafé-
laginu og Sjómannafélagi ísfirðinga.
Ágóði dagsins varð kr. 520,55 og
var ákveðið að það skyldi renna til
sundlaugar á ísafirði. Sigurgeiri Sig-
Hákon Bjarnason formaöur heldur ræðu
úr dyrum Turnhússins á 50 ára afmælinu.
urðssyni var falið að færa það inn í
útibú Landsbankans á ísafirði í bók
nr. 8898.
Rétt bókað,
Kristján Kristjánsson
Það ætla menn, að Haraldur Guð-
mundsson, skipstjóri á Samvinnufé-
lagsbátnum Ásbirni hafi verið frum-
kvöðull að stofnun Sjómannadagsins
á ísafirði og varð hann fyrsti formað-
ur fulltrúaráðsins, sem ísfirðingar
kölluðu strax Sjómannadagsráð.
í greininni í Sjómannadagsblaðinu
1979 er getið nokkurra helstu manna
sem ísfirðingar segja hafa verið
frumherja með Haraldi og síðan tald-
ir upp stjórnarmenn fram til 1978 og
verður það því ekki skrifað upp hér.
Fyrstu 10 árin voru lítil mannaskipti í
Sjómannadagsráði. Helst er þó að