Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 130
128
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
SKONNORTAN FORTÚNA
Líkan Guðráðar af Fortúnu
Guðráöur J.G. Sigurðsson,
skipstjóri, er 77 ára gamall
Hrafnistubúi í Hafnarfirði.
Guðráður var langi skipstjóri á ýms-
um skipum Eimskipafélagsins, fyrst
sem háseti, síðan bátsmaður og stýri-
maður, en varð skipstjóri 1959, og
þar til hann hætti 1976, þá 65 ára.
Hann var sem unglingur, eða 18
ára gamall, háseti á lítilli skonnortu,
sem Fortúna hét og smíðuð var í Faa-
borg í Danmörku 1884 fyrir Lárus
Snorrason, kaupmann og útgerðar-
mann á ísafirði. Þetta var hið fríðasta
skip, smíðað úr eik, rúm 28 tonn
brúttó, en rúm 25 nettó. Það var ekki
mikil yfirbygging eða mannaplássið í
þennan tíma.
Fortúna var fullsmíðuð í maí.
Kristján Andrésson, þekktur skútu-
skipstjóri vestra, sem var við nám í
sjómannafræðum í Bogö, sá um
smíði Fortúna og kom á henni upp í
júní til ísafjarðar.
Fyrsti skipstjóri var Steinþór Eg-
ilsson frá Brekku í Dýrafirði, og mun
hann hafa átt í skipinu með Lárusi,
en síðar eignast það einn og var hann
skipstjóri á Fortúna til dauðadags
1901. Eftir það áttu erfingjar Stein-
þórs skipið og með þeim Guðmund-
ur Jónsson á Brekku. Guðmundur
Guðmundsson frá Næfranesi var
skipstjóri þar til Stefán Guðmunds-
son (faðir Sigurjóns Stefánssonar,
skipstjóra, á Ingólfi Arnarsyni)
keypti skipið og var sjálfur skipstjóri
á því í þrjú ár. Arið 1913 gekk Stefán í
félag við Natanael Mósesson, kaup-
mann á Þingeyri og Ólaf Guðbjart
Jónsson í Haukadal og lagði Stefán
Fortúnu í félagsútgerðina. Arið 1920
var sett hjálparvél í skútuna, og vélin
notuð til að athafna skipið við að
taka höfn eða leggja úr höfn í byr-
leysu.
Á þeim tíma sem Fortúna er í eigu
útgerðarfélagsins á Þingeyri, voru
með skipið ýmsir kunnir skipstjórar,
svo sem Guðmundur Kristjánsson,
Guðráður.
yfirkennari við Stýrimannaskólann,
sem margir eldri menn minnast sem
góðs kennara og sómamanns. Þegar
útgerðarfélagið á Þingeyri hætti
rekstri eftir verðfallið 1930, mun For-
túna hafa verið seld suður.
Þeir voru skilamenn miklir alda-
mótamennirnir, og munu hluthafar í
útgerðarfélaginu hafa borgað hver
sinn hlut. Natanael kaupmaður átti
ekki langt að sækja skilsemina. Afi
hans og langafi Guðráðs var Móses
Jónsson (Snæbjörnssonar í Meiri-
Hlíð í Bolungavík), formaður og út-
vegsbóndi á Sæbóli á Ingjaldssandi.
Ráðsmaður Mósesar átti að fara út í
fyrstu hákarlaleguna á vertíðinni
1836, en hásetarnir neituðu að fara í
fyrstu túrinn nema Móses væri sjálfur
formaður og varð það. Hann fórst í
þeim róðri við Sauðanesið 11. apríl
1836 og rak lík hans að landi. Móses
var mikill skilamaður, og þegar hann
fór út í hákarlatúrinn hafði hann
fengið lánaðar tóbaksdósir hjá ráðs-
manni sínum, og svo segir sagan að
sá sem fann hafi hirt af líkinu dósirn-
ar, en síðan ýtt líkinu frá landi aftur
og það sást ekki meir. Það sögðu
menn að þarna hafi skilsemi Mósesar
sýnt sig, hann komið í land til að skila
dósunum og þær munu hafa komist í
eigu ráðsmannsins eftir einhverja
hrakninga.
Síðast mun hafa átt Fortúnu Krist-
ján Maríasson í Reykjavík, sem lét