Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 140

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Page 140
138 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ HRAUNBORGARHJÓNIN Umsjón með Hraunborgum hafa þau hjónin Steingrím- ur Benediktsson, og kona hans Margrét Albertsdóttir. Stein- grímur er þekktur sem bygginga- meistari í mörg ár í Hafnarfirði. Hann hefur reist þar fjölda húsa, en varð að hætta fyrir aldur fram með bilað bak. Þeir unnu margir langan dag þessir menn, sem ólust upp í Kreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar í mikilli fátækt og gengu fram af sér, þegar loks gafst tækifæri á stríðsár- unum til að vinna sig úr örbirgðinni. Það var stokkið yfir margar aldir af þeirri kynslóð, og hún á sér veglegan kafla í þjóðarsögunni. Steingrímur og kona hans vinna starf sitt að Hraunborgum af mikilli prýði og eiga ekki lítinn þátt í því að Hraunborgir eru orðnar vinsæll sum- ardvalastaður. Það er alltaf gaman að spjalla við þessa menn marga, sem reistu hið nýja Island úr rústum Kreppunnar. Þeir kunna frá mörgu að segja og muna tímana tvenna. í sambandi við það, sem hér að framan hefur verið sagt um uppbygg- inguna á Hraunborgum rabbaði Sjó- mannadagsblaðið stundarkorn við Steingrím um mannlífið þarna á sumrum, en náði í leiðinni broti úr æviferli þessa athafnamanns, sem ekkert annað veganesti átti til lífs- baráttunnar en eigið atgerfi. Stein- grími sagðist svo frá: Ég er fæddur á Blönduósi 28. maí 1929, örverpið í hópi 12 systkina. Foreldrar mínir voru Guðrún Þor- láksdóttir og Benedikt Helgason. Faðir minn var ættaður úr Borgar- firði, en móðir mín var af hinni þekktu Bólstaðarhlíðarætt. Maður er fæddur inn í Kreppuna, peningar sáust ekki mikið milli handa á fólki í þann tíma og heldur dapurt yfir mannlífinu. Krakkar voru látnir fara að vinna undireins og þeir gátu gert eitthvað gagn. Faðir minn var sjúklingur allt frá því ég fer að muna eftir mér, þjáðist af heymæði, það voru gersamlega ónýt í honum lungun. Tvö systkini mín voru heima og héldu heimili með móður minni. Við bjuggum í litlu húsi, með torfveggjum og leku þaki, sem stóð við brúarstólpann við Blöndu. Seinna hefur mér oft verið hugsað til þess hvað við gátum hýst marga í litlu baðstofunni heima. Þarna var gestkvæmt, því margir áttu erindi yfir fljótið, en það var alltaf pláss, sama hvað gestirnir voru margir. Þá lá fólkið í flatsæng á gólfinu. Ég fékk mænuveiki sjö ára gamall og var lengi rúmliggjandi, en strax og ég fór að braggast var maður látinn fara að vinna. Níu ára varð ég ferju- maður í Blöndudalnum. Það var mesta púl. í sama mund fór ég líka að slá á engjum. Kvöld eftir kvöld skreiddist maður heim öþreyttur, hékk varla uppi á heimleið. Það var dálítið ískyggilegt að fara einsamall í myrkri niður að Blöndu og ferja yfir á strengjapramma. Mað- ur tók upp í sex hesta, en þeir voru oft fælnir og varð að beita lagni og halda í beislið á þeim til að missa þá ekki útúr á meðan slefað varyfir. I þá daga var ekkert verið að vor- kenna krakkagemlingunum þó þeir þyrftu að vinna. En manni hefði ó- neitanlega liðið betur í kolniða- myrkrinu, ef fólkið hefði ekki sagt manni af kerlingunni sem hengdi sig í klettadrang, sem vírarnir voru festir í öðru megin árinnar. En maður stæltist og efldist og þoldi erfiðið betur, enda fékk maður staðgóðan mat í sveitinni. Tólf ára gamall fór ég í vegavinnu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.