Eimreiðin - 01.12.1922, Page 73
eimreiðin
SÆMUNDUR FRÓÐ!
329
fataskifti, sem slíkar sögur hafa jafnan á leið sinni milli nianna
og kynslóða.
Eitt er það við þessar sögur af Sæmundi, sem sumir hafa
hnotið um og varla komið skilningi á, enda er það vissulega
einkennilegt. En það er þetta, að einmitt á þeim tímum, þegar
óttinn við vald Satans var svo greipilegur, eins og var á 17.
öldinni, þá skyldu verða til, eða að minsta kosti haldast þessar
sögur, þar sem Satan er gerður að hálfgildings ræfli eða rolu,
sem fer sí og æ halloka í viðskiftum við menskan mann,
t>ó að það aldrei nema væri Sæmundur fróði. En þetta var
svona víðar, að upp komu á þessum tímum sögur er áttu að
lýsa því, hvernig verulegir kunnáttumenn gátu gabbað fjand-
ann, haft gott af honum og prettað hann um borgunina. Ein-
hvers staðar hefi eg séð sögu um það, að Kölski hafi hjálpað
vasklega til við smíði dómkirkjunnar nafntoguðu í Ulm á
Þýskalandi, og mætti þó ætla, að honum væri margt betur
9efið en kirkjusmíði. En hvað um það. Kaupgjaldið var þetta
Qamla. Þegar kirkjusmíðinni væri lokið átti hann að fá þann
fyrsta, sem inn um kirkjudyrnar gengi. En þegar að því kom
9>ntu menn gamlan hund inn um dyrnar. Þótti Kölska víst
fhil sálin í seppa og varð svo af kaupinu. Þetta sama
kemur og fram í þjóðsögunum okkar, þar sem sagt er frá
Kölska og Rangárbrúnni og hvolpunum þremur.
Eg hygg að þetta sé ekki svo ósamrímanlegt, sem í fljótu
bragði sýnist. Einmitt á þessum tímum, þegar menn þorðu
Varla um þvert hús að ganga fyrir veiðibrellum Satans, hefir
’nönnum verið sérstaklega skemt með sögum um hrakfarir
^ans, þessa erki óvinar þeirra. Það er einkenni vesaldar tím-
anna, að liðni tíminn miklast þá ákaflega í augum manna og
Þeir, sem þá voru uppi verða að ofurmennum og riddarasögu
^erserkjum. Og Sæmundur fróði verður þó mestur allra, því
a^ hann er berserkurinn, einmitt á því sviði, þar sem menn
^undu sárast vanmátt sinn á 17. öldinni. Sá kunni nú tökin á
^iöfsa. Það var ekki eins og með okkur bjálfana nú. sem
^atan kvaldi og kramdi án þess að nokkur gæti blakað við
^onum, eða þyrði á hann að yrða. Einmitt trúin á vald Sat-
ans vakti og hlaut að vekja þrána eftir þeirri kunnáttu er svo