Eimreiðin - 01.07.1924, Qupperneq 12
204 JOHN MILLINOTON SVNGE eimREIÐIN
húsaskjóls fyrir óveðri, og eftir að hann og Nóra hafa talast
við, fer Nóra út til þess að leita uppi ungan kúahirði Michael
Dara að nafni, og skilst af samræðunni, að hann muni vera
elskhugi Nóru. Undir. eins og Nóra hverfur af leiksviðmu
rís líkið upp ljóslifandi. Fyrir utan heyrist langt blístur.
Burke fær sér þá vænt staup af viský, lætur flakkarann fa
sér duglegt barefli og legst síðan út af í sömu stellingar og
áður, eins og hann sé steindauður, þegar raddir þeirra Nóru
og unnusta hennar heyrast fyrir utan. Þau koma síðan inn og
ráðgast um giftingu sína, er búið sé að koma gamla mann-
inum í jörðina. Meðan samræðan fer fram hefur Dan risið upp»
en þau veita því ekki eftirtekt fyr en hann hnerrar allharka-
lega. Standa þeir þá augliti til auglitis Dan og ungi mað'
urinn, sem er svo lostinn af meðvitundinni um sekt sína, a^
hann þorir ekki að veita unnustu sinni lið, er bóndi hennar
rekur hana burt af leiksviðinu og á verðgang í fylgd með
flakkaranum. Þegar þau fara, setjast þeir að viskýdrykkju, Dan
gamli og kúahirðirinn.
Þetta eru niðurlagsorð leiksins:
Flakkarinn (við dyrnar): Kom þú nú með mér, húsfreyi3
góð, — með fleiru skal þér skemt verða en með blaðrinu >
mér. Þú skalt fá að heyra hegrana garga yfir svörtu vötnunum
og orrana og uglurnar líka. En þegar heitt er í veðri á dag'
inn skalíu heyra lævirkjana og skógarþrestina syngja. Aldrei
mun þér verða boðað í þeim söng, að þú verðir gráhærð og
grimmlynd, eins og Peggy Cavanagh, hárið rotni af höfðinu á
þér og ljóminn daprist í augunum á þér, heldur skal fugla'
söngurinn hljóma þér í eyrum við sólarupprás og enginn karl'
skröggur dæsir þá oftar í eyru þér, eins og lungnaveik sauð-
kind um sumarmál.
Nóra: Eg býst við eg dæsi þá sjálf, ef eg á að liggja úti
undir berum himni, þegar kalt er að næturlagi. En þú kant
að koma fyrir þig orði, ókunni maður, og með þér mun eg
fara (Gengur að dyrunum og snýr sér að Dan). Þú þykist hafa
veitt vel með því að látast vera dauður. En hvers virði er
þér lífið í raun og veru? Hvaða líf heldurðu það sé fyr>r
konu að dvelja á þessum ömurlega stað og mega ekki einu
sinni tala við konurnar, sem eiga leið hér um? Og hvernig