Eimreiðin - 01.07.1924, Side 99
Ei‘MREIÐIN
MANNFRÆÐI
291
^aust slíkri bókmentaþjóð sem íslendingum að geta ekki lesið
T'he Origin of Species eða The Descent of Man, á móður-
máli sínu. Rit þessi eru sígild grundvallarrit, þótt þróunar-
kenningin hafi breyzt í ýmsum greinum.
»Mannfræði« Maretts hefur þann kost, að hún er víða fjör-
'e9a rituð og drepur á margt. En »fjörið« má stundum ekki
uieira vera, svo að ekki verði úr því gaspraraháttur eða
9lannaskapur. Þá er það og ókostur mikill, að höfundur stiklar
helzt um of á ýmsum atriðum, svo að frásögn hans vantar
uerulegan heildarsvip, enda vantar mikið á, að höf. hugsi skýrt.
^eitir því lesanda ver að festa það í minni, sem hann les, en
Þyrfti að vera. Skal hér bent á dæmi.
*Satt að segja eru sálarfræðingarnir enn að rökræða það
hatn og aftur, hvort maðurinn hafi örfáar eðlishvatir, eða hvort
hann einmitt virðist hafa fáar vegna þess að hann hafi svo
margar, að þegar til framkvæmdanna kemur, þá þvælist hver
fyrir annari alla tíð«. (Bls. 63).
Vel má þó vera að lesarinn komist að því, hvað verið er
segja, ef hann nemur staðar í lestrinum og brýtur hvern
Selningarhluta til mergjar. En torveldari verður þessi kafli:
»Eg ætla ekki hér að fara út í heimspekileg efni. Þess
Ve9na ætla eg ekki að segja, að líffræðin sé náttúrusaga, eða
a^ mannfræðin sé náttúrusaga mannsins. Látum heimspekinga
r°kræða það, hvaða skilning þeir leggja í »náttúru«. í vísind-
Um er það orð rökhnupl og í vísindum er eina heilbrigða
re9lan sú, að beita rökhnupli í heimspekilegum efnum sem
mmst að unt er. Auðvitað er alt í heiminum náttúrlegt í þeim
sjdlningi, að allir hlutir eru einhvern veginn skyldir — allir
emnar heildar. Vér getum blátt áfram ekki komist hjá því
a^ laka hvern hluta sem hluta af heild, og einmitt þess vegna
er heimspekin ekki að eins mega, heldur nauðsyn. Þrátt fyrir
t>að getur hver hluti haft sína sérstöku náttúru og sitt sér-
s*aka hátterni. Þeir, sem telja náttúrlegt og líkamlegt alt eitt,
Veðja raunar aleigu sinni um eina sérstaka tegund náttúru
e^a hátternis í heiminum. Um manninn, þá fara þeir hestavilt.
jeðhestur verður að ganga. En mannfræðin er ein grein líf-
Pfóunarfræðinnar og fær því að eins gang, að hún sé saga