Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1925, Síða 18

Eimreiðin - 01.10.1925, Síða 18
302 VERTU H]A OSS EIMREIÐIN að ef þú áft einhverja veru í öðrum heimi, sem þú elskar, ef einhver vera er í öðrum heimi, sem elskar þig, þá er hún hjá þér á hinstu stundinni, þá heldur hún í höndina á þér, þegar þú stígur síðasta, mikla fótmálið. Vér vitum þetta úr þremur áttum. Vér vitum það af því, sem áreiðanlegir menn. sem gæddir eru skygnisgáfu, um allan heim, hafa borið vitm mm. Vér vitum það af þeirri vitneskju, sem fengist hefur, líka um allan heim, um það, sem deyjandi menn sjá. Og vér vit- um það loks af því, sem framliðnir menn hafa sjálfir sagt- sömuleiðis um allan heim. Það er ein af dásemdum annars heims, að ef þú elskar, þá er öllu borgið. *Vinir mínir! Ég er ekki prédikari. Eins og þið vitið, hefur ekki það hlutskifti fallið mér í skaut. Ég hef ekki þá þekk- ing á prédikunarfræði, að ég viti, hvort það þyki eiga við að segja svona margar sögur í prédikunarstól eins og ég hef sagt ykkur í kvöld. En mig langar til þess að lyktum að segia eina söguna enn. Ég hef ekkert mér til málsbótar annað en það tvent: að mér er auðveldast að láta uppi hugsanir mínar í söguformi, og að hinn mikli meistari vor sagði líka sögur til þess að skýra sitt mál — þær sögurnar, sem frægastar hafa orðið af öllum sögum, sem sagðar hafa verið í veröld' inni. Það er ekkert óvenjulegt við mína sögu. Hún er einn af þeim atburðum, sem alt af eru að gerast, en svo örðugí er að fá menn til að gefa nokkurar alvarlegar gætur að. En í mínum augum hefur hún að minsta kosti það sér til ágsetis, að mér er fullkunnugt um, að hún er sönn. Á einni af fyrirlestrarferðum mínum um Island sat maður um mig, þegar ég hafði lokið einu erindinu, og bað mig koma heim til sín. »Það hefur komið nokkuð fyrir mig, sem mig langar svo mikið til að fá að tala við þig um«, sagð' hann. Ég vissi, að mikið hafði fyrir hann komið. Hann var orðinn roskinn maður. Fyrir skömmum tíma hafði hann geng$ að eiga unga konu, sem hann unni heitara en lífinu í brjóst' inu á sér. Hann sá ekki sólina fyrir henni. Líf hans hafð’ alla æfi verið í meira lagi einstæðingslegt og gleðisnautt " þangað til þessi kona kom inn í það. Þá var það orðið a^ himnaríki. Og nú var hann búinn að missa hana eftir örstutt3 sambúð. Þetta vissi ég. Og þó að þetta sé nokkuð gömul oS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.