Eimreiðin - 01.01.1938, Qupperneq 25
EIMREIÐIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
3
uni merkilegu pro/ein-efnum. 1 grasafræðinni hefur verið
stigiS stórt skref með rannsóknum á hormónum jurtanna, en
þessi áhrifamiklu efni auka mjög vöxt þeirra og viðgang, og
Pekking manna á þeim hefur þegar haft mikilvæg áhrif við
ræktun. 1 lífeðlisfræði eru það einkum fjörefnarannsóknirnar,
sem reknar hafa verið með mestum og beztum árangri á liðna
armu. Ný fjörefni hafa fundist og efnasamsetning fjörefna
°rðið kunnari en áður. í kynbótafræði hefur þekking rnanna
a eðli og háttum litþráðanna svonefndu (kromosoms) aukist,
°S ýmsar nýjar leiðir hafa opnast í ættgengis- 'og mannfræði,
Þó að stjórnmálaástandið hafi sumstaðar haft óheppileg áhrif
a þessa grein vísindanna og leitt hana út í öfgar. — Þá hefur
a liðna árinu verið gengið úr skugga um það, að íþróttaiðk-
amr koma því aðeins að varanlegu haldi að mataræðið sé holt
°S hæfilegt. Sú skoðun er að ryðja sér til rúms, að líkamleg
hjálfim lcomi ekki að tilætluðum notum nema að íþróttamað-
llrinn fylgi jafnframt nákvæmum og ströngum reglum um alt
mataræði, gæti þar fyrst og fremst hófs og neyti ekki annarar
læðu en þeirrax-, sem samsett er af fjörefnum í réttum hlutföll-
Um- Er þessi mataræðisfræði íþróttamanna að verða að marg-
hættri og flókinni vísindagrein.
þessu stutta yfirlit sést, að á liðna árinu hefur vísindun-
um smáþokað i áttina áfrarn svo að segja á öllum s\áðum.
^;egt en jafnt og þétt eykst þekking manna á hinum flóknu
fyrirbærum lífsins og tilverunnar. Ný sjónarsvið opnast, þótt
enn sé óralangt á leiðarenda, og nýjar gátur taki við í sífellu,
bótt nokkrar takist að leysa. Hin kyrlátu störf vísindamann-
anna láta ekki mikið yfir sér. Um þau er enginn gnýr styrj-
nlda og stórra víga. En undir því, hvernig þessi störf takast,
ei komin framtíð þjóðanna. Það eru vísindin í þágu mann-
uðarinnar °g kærleikans, sem eiga eftir að valda því, að upp
Hsi ný jörð úr ægi, þar sem „munu ósánir akrar vaxa; böls
mun alls batna, mun Baldr koma,“ svo sem segir í Völuspá.
það er fjarri því að vísindi vorra tíma séu eingöngu iðk-
nð í þágu tortimingarinnar. Menn tala um vítisvélar og alls-
'°nar nýtízku morðtól, sem fundin séu upp árlega til þess að
gma hernað nútímans enn fljótvirkari og djöfullegri en áður.