Eimreiðin - 01.01.1938, Page 32
10
ÞÆTTIR AF EINARI H. IvVARAN
eimreiðin
lega til Dana, fremur til Norðurálfunnar yfirleitt. Líklega
hefur það því fremur verið áhugamál Björns en Einars að fá
lagaskólann heim, þó gat Einar að sjálfsögðu vel fallist á
það.
Annars þótti honum margt að hinni svo kölluðu íslenzku
menning. Eiginlega mun hann hafa verið samdóma Einari í
Nesi um það, að flest af því, sem einkendi íslendinga á 19-
öldinni mætti fara, nema málið eitt.1) Reykjavík var honum
vonbrigði, hún hafði að vísu vaxið um 1000 íbúa í 15 ára fjar-
veru hans (eins og hún gerir nú árlega), en húsin voru ljót
og bæjarbragur ekki góður; einkum stalrk Einar lítilsvirðing
„heldri manna“ fyrir vinnunni. Þó var viljinn til menningar
vakandi, eins og sýndi sig í ýmsum félagastofnunum, ræðu-
höldum, söng, tilraunum til leiklistar, dansi og jafnvel fyrir-
lestrum; en Einari þótti alþýðan óþolandi hátíðleg, er hún
var að skemta sér. Sveitunum hafði farið aftur: tóvinnan var
í undanhaldi, bændasynir fóru á búnaðar- og Möðruvalla-
skólann og komu aftur fullir af lærdómsbelgingi.2)
Aftur og aftur rak Einar sig á mentunarskortinn. Unglinga-
skólarnir gáfu of lítið, lærði skólinn tróð of milclu af andlegu
hráæti í menn. Menn lærðu ekki lífinu, heldur háskólanum og
embættunum.3) Þvi réðst Einar á forntungnanámið í lærða
skólanum.4) Almenna mentun vildi hann að menn öfluðu sér
með lestri valdra góðra bóka.3) Menn áttu að ganga í „skóla
stórmennanna“. Og takmarkið hlaut að vera að ala upp kyn-
slóð, sem bæri áhuga og virðingu fyrir því bezta í l'ornbók-
mentum vorum, tileinkaði sér það bezta af útlendri menningu
samtímans og beitti sér samhuga fyrir áhugamálum ættjarð-
arinnar. Grundvöllurinn verður að vera samúðin, mannkær-
leikurinn, í beinni mótsögn við einstaklingshyggju realismans
(sbr. Önnu í Vordraumi) ,G)
Einari þóttu íslenzku tímaritin léttvæg, þegar þau voru mæld
1) „Þjóðerni vort á 20. öldinni“, Sunnanfari 1001, 9: 3—6, 14—15.
2) „í leysingu“, ísafold 30. apr., 4., 21. maí 1898. — 3) „Háskólamentun
vor“, ísafold 11., 15. marz, 1. apr. 1899. — 4) Sbr. ísafold 26. nóv., 3. dez.
1898 og 23. dez. 1899 (svar til Eiríks Magnússonar). — 5) „Um lestur bóka",
Timarit bókm.fél. 1896, 17: 1—18. — 6) „Um ættjarðarást“, Andvari 1896,
21: 57.