Eimreiðin - 01.01.1938, Qupperneq 75
EIMREIÐIN
BJARGVÆTTUR
53
Jón Kristjánsson fór heim í Hóla að sækja menn og útbúnað
til að bera hann heim. Nokkru eftir að hann var farinn, fórum
við að finna lífsmörk, sem glæddust svo, að vonum fyrr fór
hann að bæra fingur og síðast að opna augu og ögn að átta sig.
Er það styzt af að segja, að við mættum fólkinu neðst í fjall-
inu, og var hann þá farinn að sjá svo frá sér, að hann sá heim
i Hóla, þvi ég man að hann sagði: „Ó, þarna er blessuð kirkj-
un.“ Um nóttina lagðist hann með hita og uppköstum. Sótt voru
meðul til síra Jóns Austmanns í Saurbæ, óg varð Sigtús íljótt
albata.“
Eins og þegar er sagt, hafði Stefán nú tvívegis borið giftu til
að vera við björgun samtíðarmanna sinna. Var hann þá á létt-
asta skeiði, en svo virðist sem þau tvö atvik hafi aðeins verið
sem fjölþætt undirbúningsatriði að baráttu þeirri, er hann
siðar háði einn og óstuddur, kominn á efri aldur. Leyfi ég
mér að láta hann sjálfan taka til máls:
>.Þá var það vorið 1905, í aprilmánuði, að hér í Neslöndum er
sunnan þýða, og dettur mér þá i hug, að einhver branda kunni
að taka á dorg suður á Leiru.
Eegg ég á gamla Brún og ríð suður yfir vatn í Kálfaströnd
°g fæ þar hús og hey handa honum. Orðaði við Valdemar1)
að fara með mér vestur á Leiru, en hann vildi fá mig til að fara
þar suðaustur á Víkina og reyna þar með dorg, en ég sat við
uúnn keip og fór vestur einn míns liðs.
Ég geklc svo og vaka mér á hinum vanalegu stöðvum út-
austur að Höskuldshöfða. Þegar ég var búinn að sitja nokkra
stund, sá ég að maður kom heirnan úr Skútustöðum; gekk
Eann fram á vatnið við Fellshól og stefndi að Ósbroti. Þar
settist hann og sat þar litla stund. Svo stóð hann á fætur og
Herði sig austur með brotinu. Ég veitti honum altaf eftirtekt,
Un8a sinna og þeirra, er hann þektu, ltynsæll, og eru sumir afkomendur
hans þjóðkunnir menn. Slir. æfiágrip Jóns i ljóðmælum hans, útg. 1909.
Sigfús Jónsson, siðast að Halldórsstöðum í Reykjadal, var þegar þetta
s'.eði nýkvæntur Sigríði, dóttur Jóns, og áttu þau þá eitt eða tvö börn.
Hann var faðir Sigurðar S. Bjarklind og þeirra systkina.
H Valdemar Halldórsson, bóndi á Kálfaströnd. Er liann fimti hóndi,
er l>ar býr i beinan karllegg síðan 1784, er langafi hans keypti þá jörð
Lrir 132 spesiudali af Herdísi, dóttur Péturs sterka.