Eimreiðin - 01.01.1938, Síða 79
eimbeiðin
BJARGVÆTTUR
57
alt. En þá gat ég komið kápunni til hans aftur og hann bitið
í hana á öðrum stað. Bað ég hann nú enn og aftur í guðs
bænum að reyna að halda sem fastast þessu taki með tönn-
unum, en reyna að brjóta með höndunum þá örþunnu skán,
Sem var á milli okkar, og nú fyrst færðist ég einu feti fjær
gröf og dauða með okkur báða, því ég færðist fyrsta fetið til
baka upp að haldbetri is.
Svona smámjakaðist ég með hann nokkur fet, að hann
braut ófæruna framan af, en ég færðist með hann fjær eyð-
unni, þar til brjóstið á honum kom upp og fékk hald á skör-
inni, og þá um leið — af því hann var kominn inn í skoru eða
víl<> sem hann var búinn að brjóta — kom hann öðrum fæt-
'num til stuðnings út á annan vikbarminn. Með því var stríðið
unnið, og ég gat dregið hann út á ísinn og lofaði guð af heilu
^jarta fyrir náð hans og miskunsemi á þessari neyðarstund.
Svo sem að líkindum lætur, var Þorsteinn orðinn máttfar-
inn og kalsa. Komst hann þó með stuðningi Stefáns í land,
sem var stutt leið. Skildi Stefán þá við hann og hljóp til
b^jar. Tókst honum með aðstoð kvenfólksins að ílytja Þor-
stein1) á sleða heim til bæjar, og var hann strax háttaður ofan
> rúm.
Karlmenn þeir, er á dorginni voru, komu líka heim um
t*etta leyti, höfðu séð að eitthvað hefði komið fyrir. Var sendui
^naður til viðtals við lækni, og hrestist Þorsteinn svo fljótt, að
hann klæddist um kvöldið, en hafði dottið í vatnið um hádegi.
Ég býst við að hverjum þeim, er frásögn þessa les, fari sem
mer> að það verði honuin til ánægjuauka og að hún þyki all-
merkileg. Stefán var að minni hyggju hvorttveggja: venjuleg-
Ur maður, er háði sína baráttu við örðugleika lifsins, og sá
Ssfumaður, er bugaði hverja þraut, — þrelunennið stilta, bjarg-
Vaettur á nevðarstund.
t) Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á Geitcyjarströnd, var iítill maður
'c'Xti, harðfengur, léttur i hreyfingum og atorkusamur hóndi. Hann var
ára, er petta skeði (fæddur 20. júlí 1850), en lifði fá ár eftir þetta.
háinn 22. júni 1922.