Eimreiðin - 01.01.1938, Qupperneq 83
eimheiðin
STJÖRNUSALURINN
61
Gríðarstór dyravörður kom á móti mér. Hann var ferlegur
•jsýndum og fúll í bragði, en undir eins og ég sýndi honum
hringinn, blíðkaðist hann og brosti. Hann hringdi bjöllu, og
hom þá einkennisklæddur þjónn, allur lagður gull- og silfur-
horðum, hneigði sig djúpt og vísaði mér til annars þjóns, sem
vor ennþá skrautlegar klæddur, og leiddi sá mig um heila tylft
Girsala og fegurstu herbergja, sem voru svo skrautlegum hús-
Sögnum búin, að ég fékk ofbirtu í augun.
Ég hef séð margar aðalsmannahallir og glæsileg höfðingja-
setur, en ég verð að segja það hreinskilnislega, að ég hafði
aldrei á minni æfi séð annað eins skraut og óhóf í stíl og hus-
húnaði, málverkum og híbýlaprýði allri, eins og þarna í söl-
um greifinnunnar. Mig verkjaði í augun af allri dýrðinni.
Loks staðnæmdumst við í sal, sem helzt líktist hringleikhúsi.
Loít- og veggjaskrautið og allur úthúnaður i þessum sal tók
öllu öðru fram, sem ég hafði áður séð. Marmarastyttur, blóm-
sLrúð, silkiofin veggtjöld og dýrindis ábreiður, postulíns-
nHinir og silfurgripir um alt. Málverk eftir fræga meistara (að
Ul>nsta kosti hélt ég, að svo væri) héngu í dýrindisrömmum á
'e§gjunum. Og í þiljunum rétt neðan við hvelfinguna gat að
hta fjörutíu og átta stjörnur, og var málverk undir hvern
s^jörnu, en hver stjarna var á stærð við flatan lófa minn, og
sýndust stjörnurnar helzt vera úr dökku skrautgleri. Þetta var
harla fágæt og furðuleg salarskreyting.
Ln ég hafði ekki langan tíma til að skoða þessar undursam-
leSU stjörnur nánar, því nú opnuðust dyrnar, og gyðjan mín
Sekk inn í salinn.
Hún var jafnvel ennþá vndislegri en kvöldið áður í Söng-
leikahöllinni. Svipurinn barnslegur, hæversk í framkomu og
Þóttalaus, yndisþokki í öllum hreyfingum, augun stór og skær,
°S varirnar í hæsta máta ginnandi. Hún kom í móti mér og
1 étti mér höndina — mjúka, mjallhvíta — flauelsmjúka hönd,
°S bað mig að setjast við hlið sér í silkifóðraðan legubekk.
keininisleg horfði hún til jarðar og bað mig að misskilja ekki
Gjótfærni sína kvöldið áður, en hún hefði alls ekki ráðið við
Glfinningar sínar. Ég féll á kné við fætur hennar og játaði
henni ást mína með svo miklum ákafa, að hún varð skelkuð,
slóð upp og hörfaði undan. Svo stóð hún kyr álengdar og horfði