Eimreiðin - 01.01.1938, Qupperneq 97
E'mheiðin
Napóleon Austurlanda.
I3annig er hann stundum nefndur, hinn fjölhæfi og harð-
fengi Chiang-Kai-Shek, æðsti maður Kínaveldis um þessar
mundir og sá maður, sem talið er að mest velti á um örlög
hinnar kínversku þjóðar. Honuin er þannig lýst, að hann sé
grannur, með hvöss svört augu og nauðsköllóttur, hafi falskar
tennur, þjáist oft af gigt, og vegna rifbrots, sem hann varð
fyrir, verði hann stundum að vera í stálbrynju. Hann reykir
hvorki né drekkur, tekur ekki þátt i leikjum né iþróttum og
a engin sérstök áhugamál i tómstundum sínum, enda munu
þær fáar, þvi hann ræður yfir lífi og örlögum 450 miljóna
n3anna.
Þannig er Chiang-Kai-Shek, einræðisherra Ivínaveldis, og sá
eini maður, sem talinn er fær um að bjarga landi sínu úr klóm
Japana. Hann er ágætur hermaður og þaulvanur frá barnæsku
fást við skotvopn og önnur hernaðartæki. Að baki honum
stendur alt Kínaveldi, sem hefur á að skipa rúmum 2 miljón-
11 nv landhennanna. Sumar hinna kínversku herdeilda eru ætð-
ar. aðrar lítt siðaðar ræningjasveitir. Lofther Kínverja er minni
en Japana, og herskipastóll þeirra kemst ekki i hálfkvisti við
hinn volduga flota japönsku þjóðarinnar. Eru nokkrar likur
til. að hann fái bjargað Ivínaveldi í þeirri ægilegu styrjöld,
Sem þar geisar?
Chiang-Kai-Shek er fæddur árið 1887 í smáþorpinu Fenghwa
i Chakiang-héraðinu. Honum var ætlað að verða kaupsýslu-
maður, en ekki undi hann hag sínurn lengi við það starf og
tók að leggja stund á hernaðarvísindi við hernaðar-háskólann
1 Tokyo og lauk þar fullnaðarprófi. Hann var aðeins tuttugu
°8 fjögra ára, þegar hann gerðist herdeildarforingi i liði upp-
veisnarmanna i Shanghai. Síðan kastaði hann sér út i slark og
ni'eglu um nokkurra mánaða skeið, og söfnuðust þá um hann
ýnisir hinna gjálifustu samborgara hans, því hann var ör á
fé 0g veitull. En alt í einu tók hann sinnaskiftum og hætti
ullri óreglu. Vinir hans reyndu að fá hann ofan af þessu, en