Eimreiðin - 01.01.1938, Síða 98
76
NAPÓLEON AUSTURLANDA
EIMBEIÐIN
hann snerist reiður við og rak þá á dyr. „Ég hef sagt skilið
við mitt fyrra líferni og ætla hér eftir að fórna lifi mínu fyrir
þjóð mína og föðurland. Þið eruð ekki lengur mínir vinir.
Burt með ykkur!“ Á þessa leið á hann að hafa mælt við svall-
bræður sína, er þeir komu til að fá hann áfram út í saina
lífernið og áður.
Þessi sinnaskifti hins unga Chiangs stöfuðu fyrst og frenist
af áhrifum þeim, sem hann varð fyrir af hinum ágæta og mikiÞ
hæfa dr. Sun-Yat-Sen, fyrsta forseta kínverska lýðveldisins.
Chiang-Kai-Shek hafði unnið hylli forsetans fyrir ágæta fram-
göngu sina í hernum, varð einkaritari forsetans og afkasta-
mikill aðstoðarmaður hans við myndun Suður-Kína-lýðveldis-
ins, sem dr. Sun stofnaði i Kanton.
Þegar l'orsetinn mikli lézt, en það var árið 1925, var Chiang
að lúka við samningsgerð við stjórn Soviet-Rússlands um stór-
lán, sein skifti miljónum rúbla, til þess að endurbæta og' út-
húa sem bezt „Þjóðfylkinguna“ eða uppreisnarherinn í Kan-
ton, til þess svo, að því er Rússar héldvi, að halda honum
norður á bóginn og þjóðnýta gervalt Kína að rússneskum hætti-
Chiang þjóðnýtti alt Suður-Ivína á minna en tveim mánuð-
um. Én þá liafði hann fengið nóg af ráðstjórnarfyrirkoinu-
laginu rússneska, sagði skilið við rússnesku lánardrotnann
og naut í staðinn aðstoðar og fjárframlaga „Kristna hers-
höfðingjans" Feng-Yu-Hsiang til þess að fylgja kínverskn
þjóðernisstefnu fram lil sigurs i Kína, og þetta tókst honum
á tuttugu mánuðum.
Um þær mundir sem Chiang hófst til valda í Ivína var al-
menn upplausn og öngþveiti í hinu víðlenda ríki, með sínar
450 miljónir ibúa. Undir yfirráðum Chiangs stóðu átján fylkis-
eða héraðsstjórnir, og hafði hvert fylki sinn landsstjóra. Hver
þessara landsstjóra hafði yfir her að ráða, sem taldi alls um
2 miljónir manna. Til þess að sjá liernum farborða lögðu lands-
stjórarnir þunga fyrirfram-skatta á þegnana, og' það sumstaðar
svo langt fram í tímann sem fram á árið 1995.
Chiang reyndi að sameina herina og bæta kjör almennings.
en varð lítið ágengt þangað til á árunum 1931 og 1932, ao
Japanir brutust inn í Manchuríu. Hóf hann þá ötula baráttu
fyrir því að koma upp alríkisher og varð mikið ágengt vegua