Eimreiðin - 01.01.1938, Page 106
EIMREIÐIN
Miklabæj ar-Sólveig.
Eftir Böðvar frá Hnífsdal.
[í síðasta liefti Eimreiðar birtist fyrsti þáttur þessa leikrits, en alls
verður það nú aðeins þrír þættir og sá síðasti í tveim köflum. Hér á eftir
fer annar þáttur og fyrri liluti hins þriðja. En í næsta hefti er ætlast til
að síðari hluti lokaþáttarins birtist. Þess má geta, að svo vel liefur fvrsti
þáttur fallið i geð nokkrum áhugamönnum, að leikritið hefur þegar verið
falað til leiks, eftir lestur þáttarins í siðasta hefti Eimreiðar. Að vísu mun
liöf. hvorki hafa hugsað noldtuð né heldur iieita nokkru um leikréttinn
meðan Ieikrit lians er að koma út í Eimr. En það mætti ölluin leiklistar-
vinum ljóst vera, að því aðeins á íslenzk leiklist íramtið, að hlutverk
hennar í hinu veglega þjóðleikhúsi, sem enn er að visu í smiðuin, verði
fyrst og fremst: að sýna íslenzk Ieikrit íslenzkra liöfunda um íslenzk efni-
Er vel, að höfundarnir liafi þetta einnig i liuga, þeir sem nú fást við leik'
ritasmíð hér á landi. —■ Ritstj.]
ANNAR ÞÁTTUR.
(Sama suið og i I. ]iætti. Sólveig situr á rúmi sinu og brgddir skó,
þunglijnd á svip og viSutan.)
Maddaman (kernur inn): Eruð þér ekki búin að þessu
ennþá? (Sólveig tekur ekki eftir og fcgir. Maddaman hsekk'
ar sig.) Ég var að spyrja, hvort þér væruð ekki enn búin að
brydda skóna.
Sólveig (hrekkur við, lítur upp): Nei, en ég er langt konún-
Maddaman (höst): Langt komin! Þér ættuð að vera búin-
Sólveig: Getur verið.
Maddaman: Já, eftir allan þennan tíma.
Sólveig: Það er nú ekki langt síðan ég tók við skónuni.
Maddaman: Það er heldur ekki langrar stundar verk að
brydda eina skó.
Sólvcig: En tekur þó sinn tíma.
Maddaman: Já, en mismunandi mikinn, eftir dugnaði þess.
sem á heldur.
Sólveig: Meinar maddaman, að ég sé hyskin við verk ínín’
Maddaman: Kannske ekki beinlínis hyskin, en seinlát.