Eimreiðin - 01.01.1938, Side 119
EIMREIÐIN
MIIÍLABÆJAR-SÓLVEIG
97
hver þurfti að benda þér á þetta, og það stóð mér næst. (Þögn.)
Keinurðu með út á hlaðið?
Maddaman: Já. (Þau fara. Þórunn og Jón Steingrimsson
koma upp. Þórunn tekur prjóna sína.)
Þörunn: Mér sýnist Sólveig eitthvað lasin í dag, ^enju
fremur.
■Jón Steingrímsson: Já, hún þyrfti að leggja sig, þegar hún
er búin að taka til frammi.
Jjórunn: Það er nú úti sú tíð, þegar fólkið fékk að leggja
s*g í rölckrinu.
•Jón Steingrímsson: En það vinst ekki meira fyrir því.
J^órunn: Svo vinna hjúin, sem við þau er gert.
Jón Steingrímsson: Og svo vond sem maddaman er við okk-
Ur> þá er hún samt hálfu verri við Sólveigu.
Þórunn: Sem sízt má við slíku atlæti, eins og nú er konnð.
það er bæði synd og skömm.
•Jón Steingrimsson: Hún er nú líka á förum héðan, hún Sól-
Veig. — sem betur fer.
^órunn: Já, svo hefur maður heyrt.
Jón Steingrímsson: En hamingjan má vita hvað hún hygst
fyrir.
/Jórunn; Hefurðu nokkuð minst á það við hana?
•Jón Steingrímsson: Já, ég talaði við hana um það áðan. Hún
let ekkert uppi, en talaði eins og hún ætti vísan samastað.
^órunn: Það getur tæplega verið.
Jón Steingrímsson: Það getur alls ekki verið. Hún á eng-
Uu sfað vísan.
^órunn: Auðvitað gæti Sólveig fengið alstaðar inni, ef hún
'ildi. En hún vill ekki fara héðan. (Þögn.) Nei, Sólveig verð-
Ur kyr.
Jón Steingrímsson: Ha! Kyr, hér?
^órunn: Grunur minn er sá.
Jón Steingrímsson: Hefurðu nokkuð fyrir þér i því?
^órunn: Ég hef mína drauma.
Jón Steingrímsson: Hefur þig dreymt fyrir þessu?
^órunn: Ja, annaðhvort er það, að ég er bráðfeig eða þá
að Sólveig verður kyr hér á Miklabæ (þögn) það sem hún á
ef«r ólifað.
7