Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Page 29

Eimreiðin - 01.10.1939, Page 29
eimreiðin DRAUMARNIR RÆTAST 373 — Jæja, hugsaði Þórður. Síldin réttir það eflaust við. En síldin brást um sumarið. Það var þungt tap ofan á hitt. Ham- ingjuhjólið var snúið. Erfiðleikarnir hlóðust upp. Það var eins °g ekkert vildi lánast honum framar. Eftir skamman tíma átti Þórður Jónsson ekki aðrar eignir en íbúðarhúsið, sem var leigt út til hálfs, og mótorkútter, sem hann sjálfur tók formensku á, og framtiðarstaða Vals var orðin gamall draumur. Atvinnulíf þorpsins dróst saman. Það var að verða útdautt pláss, eins og fyrir tíma Þórðar. Enginn, sem Valur leitaði til, hafði not fyrir verzlunarþeklc- mgu hans, svo hann gekk nú að allri algengri vinnu. Og nú fyrst tók að gera alvarlega vart við sig löngun hans til að verða listmálari. Hann var orðinn ákveðinn í því. Hann skyldi verða það. Og hann tók að leita upplýsinga um, hvað slikt nám mundi kosta erlendis. Það var dýrt, en samt, hann skyldi. Og hvern eyri, sem hann gat, lagði hann til hliðar. Hann gekk að allri vinnu sem gafst, og hægt, ofur hægt, söfn- uðust krónurnar, sem áttu að hjálpa honum til að láta draum- ana rætast. Það var dag nokkurn skömmu eftir að Valur fór í höfðann, til að kveðja hinar fornu slóðir, að gerði afspyrnu rok. Hann hafði verið að sækja í sig veðrið frá þ\d um nóttina, °g er á leið daginn var veðurhæðin orðin svo mikil, að vart var stætt milli húsa. Fjörðurinn var hvítfyssandi brimlöður, svo langt sem augað eygði, og vindhviðurnar báru með sér alt lauslegt, sem utanhúss var i þorpinu. Smáskúrar, sem eigi voru rammlega bygðir, hrundu eins og spilaborgir, og sprekið úr þeim barst langar leiðir. Á legunni voru nokkrir opnir vélbátar, róðrarbátar og mótorkútter Hórðar Jónssonar. Þegar um morguninn höfðu nokkrir hinna smærri og veikbygðari báta sokkið, eða slitnað upp og þá rekið á land. Og eftir því sem á leið daginn og veðurhæðin ^oagnaðist, fækkaði bátunum á legunni. En ekkert varð að gert. Undir kvöldið var þar enginn eftir nema mótorkútterinn, sem var að sjá eins og leiksoppur milli holskeflanna, en loks huldi 1T|yrkur alt útsýni, svo ekki varð lengur fylgst með baráttu hans við náttúruöflin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.